Lýsing
*OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 20.ÁGÚST KL 17:00-18:00*
Móeiður Svala lögg. fasteignasali og Miklaborg kynna í einkasölu:
Um er að ræða bjarta og fallega efri hæð í einstaklega flottu steinhúsi byggt 1928 með mikilli lofthæð (290cm). Eignin er 100,4 fm og hefur stóra franska glugga sem gera íbúðina einstaklega bjarta og fallega.
Auk þess fylgir risloft með sérinngangi af stigapalli – skráð 12 fm, en gólfflötur mun stærri. Þar eru miklir möguleikar á stækkun og/eða framtíðar leigutekjum.
Allar nánari upplýsingar veitir Móeiður Svala lögg. fasteignasali í síma 899-8278 eða moa@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Eignin hefur tvö rúmgóð svefnherbergi, bjarta og rúmgóða stofu og borðstofu, opið eldhús og baðherbergi sem gerir ráð fyrir þvottavél/þurrkara. Auk þess fylgir risloft með sérinngangi af stigapalli – skráð 12 fm, en gólfflötur mun stærri. Þar eru miklir möguleikar á stækkun og/eða framtíðar leigutekjum. .
Forstofa: Flísalögð með skápum.
Hol: Flísalagt með fallegum náttúruflísum.
Eldhús: Opið með granítborðplötum, vönduðum tækjum og flísalagt með fallegum náttúruflísum.
Stofa og borðstofa: Björt og rúmgóð stofa og borðstofa. Parketlögð með fallegum gluggum.
Baðherbergi: Flísalagt með fallegum náttúruflísum, granítborðplötu, handlaug, baðkari með sturtuaðstöðu ásamt innbyggðum blöndunartækjum og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi: Bæði eru parketlögð annað með rúmgóðum fataskáp.
Útigeymsla í kjallara.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð. Að innan er búið að setja gólfhita, skipta um rafmagnstöflu og draga í, lagnir endurnýjaðar, nýlegt eikarplankaparket, nýlegar innréttingar.
Húsið sjálft er bæði nýmúrað og nýmálað. Þarf að fara skipta um gler í gluggum en nýtt gler fylgir með íbúðinni.
Hér er um að ræða glæsilega íbúð á mjög eftirsóttum stað í vesturbænum þar sem stutt er í allar þjónustur skóla, kaffhús, sund og í göngufæri frá miðbæ Reykjavíkur.
Allar nánari upplýsingar veitir Móeiður Svala lögg. fasteignasali í síma 899-8278 eða moa@miklaborg.is