Opið hús: Hlíðarfótur 19, 102 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 04 15. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 20. ágúst 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Trausti fasteignasala og Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur faseignasali kynnir glæsilega penthouse íbúð við Hlíðarfót 19 á fjórðu og efstu hæð í nýju lyftuhúsi við Hlíðarenda. Íbúðin er fjögurra herbergja og henni fylgir mjög stór bílskúr með bílastæði fyrir framaninn í lokuðu bílastæðahúsi og tvennum stórum og rúmgóðum svölum sem snúa í suður. Aðrar svalirnar eru þaksvalir þar sem mögulegt er að koma fyrir heitum potti. Mikið og fallegt útsýni er til suðurs úr íbúðinni bæði til fjalla og út á sjó.
Íbúðin er skráð 169,7 fm hjá HMS og er bílskúr 48,7 fm þar af og geymsla 11,6 fm.
Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6020, eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is.
Nánari lýsing eignar:
Þegar komið er upp á fjórðu hæð er sérinngangur inn í íbúðina eftir löngum gangi með útsýni yfir garðinn en þessi íbúð er ein með aðgang að ganginum.
Forstofa með flísum á gólfi og yfirhafnaskáp.
Úr forstofu er gengið út á 37,4 fm þaksvalir þar sem hægt er að koma fyrir heitum potti.
Stofa og opið eldhús, hvít innrétting með eyju. Gengið er út á suður svalir frá stofu/eldhúsi
Rúmgóð þrjú svefnherbergi, með fataskáp.
Baðherbergi með sturtu, ljósri innréttingu, handlaug og upphengdu salerni og handklæðaofn.
Sér þvottahús með flísum á gólfi.
Geymsla í kjallara, innan bílskúrs 11,6 fm
Bílskúr með stálvaski, 48,7 fm
Bílastæði í lokuðu bílastæðahúsi, fyrir fram skúr nr. B21
Stór og fallegur garður er í miðju bygginganna með leiktækjum fyrir börn.
Stutt lýsing húss:
Hlíðarfótur 19. Er stórglæsilegt 18 íbúða fjölbýlishús á fimm hæðum með 3ja og 4ra herbergja íbúðum
* Vandaðar Nobilia innréttingar frá GKS innréttingum, hvítar, svartar eða gráar
* Fataskápar frá Parka, hvítir í herbergjum og forstofu
* Innbyggður ísskápur m. frysti, span helluborð og vifta. Blásturbakarasofn allt frá AEG eða
Electrolux og vifta frá Gíra
* Blöndunartækin eru frá Tengi en svört blöndunartæki frá GKS.
* KR Ark sá um alla hönnun
Bílastæðahús og bílskúrar:
Bílgeymsla er lokuð og upphituð (frostfrí) með loftræstingu.
Ytri frágangur og lóð:
Þak er steinsteypt, með ásoðnum tjörupappa, einangrað með þrýstieinangrun (Roofmate) og möl er lögð þar ofaná. Frágengin niðurföll. Húsið er að mestu einangrað og klætt að utan, en múraðir fletir eru málaðir.
Um svæðið og nærliggjandi umhverfi:
Miðbærinn er í göngufæri og því yndislegt að fá sér stuttan göngutúr á veitingahús, söfn, tónleika, sund eða niður á Tjörn. Íþróttaaðstaða Vals er við Hlíðarenda svæðið því stutt að fara fyrir börn og unglinga sem búa á svæðinu. Gönguleiðir um Öskjuhlíðina og fleirra.
Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali, í síma 896-6020, eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.