Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1949
132,6 m²
5 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Opið hús: 20. ágúst 2025
kl. 17:15
til 17:45
Opið hús: Mávahlíð 45, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 20. ágúst 2025 milli kl. 17:15 og kl. 17:45.
Lýsing
Borg fasteignasala kynnir: Glæsileg fjögurra herbergja íbúð með sérinngangi á fyrstu hæð, ásamt aukaíbúð í bílskúr og einkastæði með hleðslustaur. Birt stærð eignar er skráð 132,6 fm. skv. HMS, þar af er 5 fm. sérgeymsla í sameign og 21,9 fm. bílskúr á lóð þar sem búið er að útbúa fallega stúdíó-íbúð. Í húsinu, sem var byggt 1949 eru fjórar íbúðir. Húsið er steypt og steinað að utan. Bílskúr var byggður 1957.
Anddyri: Sérinngangur inn í flísalagða forstofu með nettum upphengdum ofni fyrir útiflöt.
Stofa: Rúmgóð og björt með viðarparketi á gólfi.
Eldhús: Nýlega endurskipulagt og endurnýjað eldhús, með fallegri innréttingu frá Kvik, frontum frá HAFSTUDIO, marmaraborðplötu frá S. Helgasyni og gashelluborði frá Kokku. Gengið út á svalir sem vísa í suður.
Baðherbergi: Inn af holi er baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, nýlega endurnýjað. Baðkar með sturtuaðstöðu og upphengdu salerni. Gluggi á baðherbergi.
Hjónaherbergi:Gengið inn af holinu í rúmgott herbergi, með nýjum fataskápum. Viðarparket á gólfi.
Svefnherbergi II: Útfrá anddyri er bjart og rúmgott svefnherbergi með viðarparketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi III: Inn af holi er notalegt svefnherbergi með viðarparketi og fataskáp.
Bílskúr: Búið er að útbúa vandaða 21.9 fm. stúdíó-íbúð í bílskúrnum, með fallegum flísum frá Birgisson, “walk-in” sturtu frá Tengi, og upphengdu klósetti frá Ísleifi. Þar hefur verið lagður gólfhiti, og internet samtengt við aðalíbúð. Að utan er útikrani og rafmagnstengill sem veita gott aðgengi að vatni og rafmagni utandyra.
Sérstæði: Einkastæði liggur fyrir aftan húsið með nýjum hleðslustaur.
Sameign: Sérgeymsla á neðri hæð í sameign. Snyrtilegt þvottahús í sameign.
FRAMKVÆMDASAGA
Endurbætur á íbúð:
2022:
Parketið pússað upp
Eldhús endurskipulagt, settir HAF eikarfrontar, ný marmaraborðplata frá S.Helgasyni og Ilve gashelluborð. Nýir postulíns Thomas Hoof rofar og tenglar settir í eldhús
Íbúðin öll máluð
2019
Útidyrahurð lökkuð og skipt um gler
2017
Neysluvatnslagnir endurnýjaðar
Ofnar og ofnalagnir endurnýjaðir að hluta
Eldhús fært í sameiginlegt opið rými, tæki frá AEG, innrétting frá Kvik
Baðherbergi flísalagt
Nýjar hurðar settar í öll herbergi og inn á sameign
Rafmagnstafla í íbúð endurnýjuð
2009
Gluggar málaðir að utan
2008
Skipt um gler að hluta
Endurbætur á bílskúr
2022-2025:
Hleðslustaur reistur á sérstæði íbúðar
Ídráttarrör lögð milli bílskúrs og húss
Neysluvatnslagnir endurnýjaðar
Ljósleiðari þræddur út í skúr
Eldhús sett upp
Ný rafmagnstafla í bílskúr
Gólfhiti lagður í plötu bílskúrs
Rakasperra endurnýjuð
Bílskúrshurð fjarlægð og reistur léttur einangraður veggur
Baðherbergi sett upp með “walk-in” sturtu með tækjum frá Tengi
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með flísum frá Birgisson
Gluggar og hurð máluð
2012:
Skipt um þak á bílskúr
Viðhald á sameign hússins:
2025:
Neysluvatnslagnir í plötu endurnýjaðar, framkvæmt af
Pípulagningaþjónustu Reykjavíkur
Drenbrunnur settur við suðaustur hlið húss, framkvæmt af
Pípulagningaþjónustu Reykjavíkur
Frárennslislagnir myndaðar út í brunn og staðfest að þær séu plastlagnir og heilar að öllu leyti.
Skipt um vatnsloka á kaldavatnsgrein fyrir þvottavélar í sameign.
2024:
Allir gluggar í risi endurnýjaðir með gluggum frá Skanva, framkvæmt af Axarfelli
2023:
Þakkantur lagaður af Axarfelli, steyptur upp þar sem hann var skemmdur. Verklýsing tiltæk eftir óskum.
2010:
Sameign í þvottahúsi var máluð og epoxy lagt á gólf 2010.
2009
Aðgengi að húsi gert upp, hellulagt og snjóbræðsla sett undir hellulagða stétt. garðveggir steyptir
2007/8:
Húsið steinað og skipt um þakplötur
Skorsteinn fjarlægður
Nánari upplýsingar gefa :
Úlfar Þór Davíðsson í síma 788-9030, ulfar@fastborg.is
Börkur Hrafnsson í síma 892-4944, borkur@fastborg.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. mar. 2022
62.050.000 kr.
89.900.000 kr.
132.6 m²
677.979 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025