Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1991
108,9 m²
4 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Sérinngangur
Lýsing
Mjög falleg 4ra herbergja 108,9 fm. íbúð á tveimur hæðum með sérinngang við Klukkuberg 17 í Hafnarfirði. Um er að ræða bjarta og vel skipulagða eign með stórkostlegu útsýni til norðurs og suðurs.
Lýsing:
Neðri hæð – 55,9 fm. Mjög opin og með góðu flæði. Komið er inn í flísalagða forstofu með skápum og inn af forstofu er gestasalerni. Borðstofa fyrir framan rúmgott eldhús með fallegri hvítri innréttingu, viftu, flísum á milli skápa og keramik helluborði. Stofa með niðurteknu lofti að hluta, mikið útsýni frá stofu.
Efri hæð - 46,6 fm: Gengið upp stiga með miklu loftrými, nýlegur þakgluggi hleypir mikilli birtu í rýmið og á efri pall. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, þar af tvö með skápum. Milliloft sem hentar sem svefn-, leik-, eða geymsluloft er í einu af svefnherbergjunum og útgengt er út á svalir úr öðru. Mjög glæsilegt nýlega endurnýjað baðherbergi sem flísalagt er í hólf og gólf, walk in sturta, upphengt salerni, innrétting við vask og handklæðaofn. Á baðherberginu tengt fyrir þvottavél og þurrkara í góðri innréttingu.
Á gólfi forstofu og gestasalernis eru náttúruflísar, flísar eru á gólfi baðherbergis og á öðrum gólfum er harðparket. Búið er að skipta um gler í hluta íbúðarinnar og endurnýja tvo ofna á efri hæð.
Sér geymsla 6,4 fm á 1. hæð hússins og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Við gafla hússins er búið að setja upp sameiginlegar rafhleðslustöðvar og auðvelt að bæta við fleiri stöðvum eftir þörfum. Um er að ræða fallega og bjarta íbúð á eftirsóttum stað í Hafnarfirði, þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu. Dýrahald er leyfilegt í íbúðinni.
Frekari upplýsingar veitir:
Kristinn Tómasson Viðskiptafr. MBA
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
Gsm. 820-6797, kristinn@hofdi.is
Lýsing:
Neðri hæð – 55,9 fm. Mjög opin og með góðu flæði. Komið er inn í flísalagða forstofu með skápum og inn af forstofu er gestasalerni. Borðstofa fyrir framan rúmgott eldhús með fallegri hvítri innréttingu, viftu, flísum á milli skápa og keramik helluborði. Stofa með niðurteknu lofti að hluta, mikið útsýni frá stofu.
Efri hæð - 46,6 fm: Gengið upp stiga með miklu loftrými, nýlegur þakgluggi hleypir mikilli birtu í rýmið og á efri pall. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, þar af tvö með skápum. Milliloft sem hentar sem svefn-, leik-, eða geymsluloft er í einu af svefnherbergjunum og útgengt er út á svalir úr öðru. Mjög glæsilegt nýlega endurnýjað baðherbergi sem flísalagt er í hólf og gólf, walk in sturta, upphengt salerni, innrétting við vask og handklæðaofn. Á baðherberginu tengt fyrir þvottavél og þurrkara í góðri innréttingu.
Á gólfi forstofu og gestasalernis eru náttúruflísar, flísar eru á gólfi baðherbergis og á öðrum gólfum er harðparket. Búið er að skipta um gler í hluta íbúðarinnar og endurnýja tvo ofna á efri hæð.
Sér geymsla 6,4 fm á 1. hæð hússins og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Við gafla hússins er búið að setja upp sameiginlegar rafhleðslustöðvar og auðvelt að bæta við fleiri stöðvum eftir þörfum. Um er að ræða fallega og bjarta íbúð á eftirsóttum stað í Hafnarfirði, þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu. Dýrahald er leyfilegt í íbúðinni.
Frekari upplýsingar veitir:
Kristinn Tómasson Viðskiptafr. MBA
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
Gsm. 820-6797, kristinn@hofdi.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. okt. 2019
40.400.000 kr.
44.500.000 kr.
108.9 m²
408.632 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025