Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Upplýsingar
svg
2022,4 m²
svg
0 herb.

Lýsing

Fasteignamiðstöðin kynnir eignina Hótel Rauðaskriða 1, 641 Húsavík Fasteignanúmer F216-4867 og landeignanúmer 153960.
Hótel Rauðaskriða er sveitahótel staðsett á milli Húsavíkur og Akureyrar.  Hótelið er vel staðsett með tilliti til helstu ferðamannastaða Norðausturlands.  Goðafoss 25 km, Húsavík 25 km, Akureyri 50 km, Mývatnssveit 50 km, Ásbyrgi 90 km, Dettifoss 120 km.
 
Á hótelinu eru 42 herbergi, 2ja, 3ja og 4ra manna.  Þar af eru 37 herbergi með sér baðherbergi og 5 með sameiginlegum baðherbergjum. Hitaveita og  tveir heitir pottar eru við hótelið fyrir gesti þess. Auk þess er bústaður með eldunaraðstöðu og baðherbergi, 2 starfsmannahús með 9 svefnherbergjum samtals, baðherbergjum og eldunaraðstöðu.  Hótelið hefur rekstrarleyfi fyrir gistingu fyrir 96 manns í rekstrarflokki IV.   Á hótelinu er veitingasalur fyrir um 60 manns ásamt tilheyrandi eldhúsi og geymsluaðstöðu, bar og setustofum.
 
Á hótelinu eru einnig fjárhús og hlaða (samtals 490 fermetrar) sem nú eru nýtt sem geymsla en gefur allskonar möguleika.
 
Hótelið er með vottun Norræna Svansins og hefur haft síðan 2011 og var auk þess fyrsta hótelið til að hljóta vottun Vakans, íslenska gæðakerfisins (3ja stjörnu)
 
Hótelið hefur verið í rekstri síðan 1991 og hefur fengið góðar umsagnir gesta. Booking.com einkunn er nú 9,4
 
Heildarflatarmál bygginga er um 2050 fermetrar og land í kringum hótelið er rúmir 7 hektarar eignarland.  Á henni eru samtals 17 byggingar, auk gróðurhúss og samþykktir byggingarreitir fyrir 5 byggingum að auki (4 gistieiningar fyrir 20 herbergi og 1-2 starfsmannahús).  Ennfremur vegagerð, og stækkunarreitir fyrir sumar byggingar sem þegar eru til staðar.  Teikningar fyrir gistieiningum eru einnig fyrir hendi.
Eign sem áhugavert er að skoða.

Tilvísunarnúmer 18-0302

Nánari upplýsingar veitir Magnús Leópoldsson , í síma 892 6000 / 550 3000 , eða á  tölvupóstfang magnus@fasteignamidstodin.is.

Einnig eru upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar, Hlíðarsmára 17 201 Kópavogi - sími: 550 3000
tölvupóstfang:  fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 - tölvupóstfang magnus@fasteignamidstodin.is
Guðrún Olsen síma 550 3000 - tölvupóstfang gudrun@fasteignamidstodin.is            
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 - tölvupóstfang maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár,
til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur