Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Halla Unnur Helgadóttir
Elín Urður Hrafnberg
Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse
Herdís Valb. Hölludóttir
Ingibjörg Reynisdóttir
Ellert Bragi Sigurþórsson
Daði Runólfsson
Upplýsingar
svg
Byggt 2008
svg
161,9 m²
svg
7 herb.
svg
3 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Gimli fasteignasala kynnir, Kerhraun 61, 805 Selfoss, sem er glæsilegt og vel skipulagt sumarhús í Grímsnesi. Í húsinu eru 5 svefnherbergi, mjög gott svefnloft, tvö baðherbergi, gestasalerni og samliggjandi stofa og eldhús. Húsið er samtals 161,9 fm að meðtöldu 15,4 fm svefnlofti, en gólfflötur svefnloftsins er 28,5 fm. Húsið skiptist í aðalbyggingu og tvær svefnálmur. Í aðalbyggingu eru samliggjandi eldhús og stofa og þaðan er gengt út á stóra verönd sem snýr í suð-suð-vestur. Heitur pottur er við veröndina og grasflöt fyrir framan hana. Í annarri svefnálmunni eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi en í hinni svefnálmunni eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Húsið er byggt á steyptum grunni og plötu. Hitaveita er í húsinu. Þá stendur húsið á 7.711 fm eignarlóð, sem er hornlóð við læk í jaðri sumarhúsabyggðarinnar og því er mikið og óhindraðútsýni til flestra átta. Rúmgóð bílastæði eru við húsið.

Eignin Kerhraun 61 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 231-3762, birt stærð 161.9 fm. Nánar tiltekið eign merkt 01-01, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Bókið skoðun hjá Kristján Gíslason  í síma 691-4252, eða kristjan@gimli.is

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ MYNDBAND AF EIGNINNI

NÁNARI LÝSING:
Aðalbygging: Frá bílastæðum er gengið upp þrjár tröppur upp á framveröndina. Gengið er inn í mjög rúmgóða forstofu í aðalbyggingu en svefnálmur eru til sitt hvorrar handar vinstri og hægri þegar inn er komið. Eldhús er með L laga innréttingu. Stofa og eldhús ásamt borðstofu mynda mjög fallega heild með með miklu útsýni út um gólfsíða glugga, sem eru á þrjá vegu. Gengt er út á veröndina úr stofunni. Í forstofu er gestasnyrting með upphengdu salerni og handlaug í skáp. Úr forstofu er stigi upp á efri hæð.
Svefnloft efri hæð: Svefnloftið er rúmgott og nýtist bæði sem svefnrými og vinnuherbergi, falleg gluggasetning er á báðum göflum. Gólfflötur þess er 28,5 fm en skráð 15,4 fm.
Vinstri álma: Þar eru þrjú svefnherbergi með skápum, 12,3 fm, 6,8 fm og 6,3 fm, auk baðherbergis. Baðherbergið er með „walk-in-sturtu“, vegghengdu salerni og handklæðaofni. Í báðum baðherbergjum eru danskar innréttingar með skápum og útdraganlegum skúffum. Vaskborð toppur með innfelldum vaski úr steyptum marmara. Skúffueiningar undir vaskborði og stór spegill yfir. Skápur með skúffueiningum neðst. Dökkar flísar á gólfi. Úr baðherberginu er útgengt á veröndina í átt að heitum potti. Á tengi gangi við aðalbygginguna eru rúmgóðir skápar með rennihurðum.
Hægri álma: Þar eru tvö stór svefnherbergi með rúmgóðum skápum, annað er 14,7 fm og hitt er 12,6 fm, bæði með gluggum á tvo vegu. Auk þess er baðherbergi með vegghengdu salerni, baðkar með sturtu og handklæðaofni. Danskar baðinnréttingar. Vaskborð toppur með innfelldum vaski úr steyptum marmara. Skúffueiningar undir vaskborði og stór spegill yfir. Dökkar flísar á gólfi. Á tengi gangi við aðalbygginguna eru rúmgóðir skápar með rennihurðum og rými m.a. fyrir þvottavél og þurrkara.

Niðurlag:
Á öllum gólfum hússins er eikarparket, nema á forstofu og baðherbergjum þar eru flísar. Gólfhiti er á baðherbergjum og forstofu.
Heitur pottur er á lækkaðri verönd með skjólveggjum og nýtir affall hitaveitu.
Kerhraun er skipulagt frístundahúsasvæði í landi syðri Seyðishóla í Grímsnesi og stendur húsið á sléttu í jaðri þess við Hæðarendalæk.

Nánari upplýsingar veitir: Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is eða gimli@gimli.is

Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.

Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.

Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.

Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni. sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is

Gimli gerir betur...
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.
Myndir í auglýsingu eru í einkaeigu og er notkun þeirra með öllu óheimil án formlegs leyfis fasteignasala
 

Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.

Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.

Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.

Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni.

Gimli gerir betur...

Gimli fasteignasala

Gimli fasteignasala

Skipholt 35, 105 Reykjavík
phone
Gimli fasteignasala

Gimli fasteignasala

Skipholt 35, 105 Reykjavík
phone