Upplýsingar
Byggt 2024
152,6 m²
5 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Lyngbrekka 10, Syðri-Brú, Grímsnes- og Grafningshreppi. Hitaveita, glæsilegt útsýni. Lokað svæði með rafmagnshliði (símahlið). Innan við klukkustundar akstur frá Reykjavík.
Húsið er með möguleika á gistileyfi sem hentar fyrir útleigu, en búið er að gera breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar þannig að kaupendur geta nýtt húsið fyrir rekstur/útleigu allan ársins hring. Núverandi eigandi hefur þegar sótt um gistileyfið. Húsið er innflutt timbur-einingahús og var byggt og fullfrágengið af núverandi eiganda. Báruál (Stjörnublikk) er á þaki hússins og klæðning þess er viðhaldslítil greni-viðarklæðningar.
Fasteignaland kynnir: Heilsárshús við Lyngbrekku í landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið er skráð 152,5fm samkvæmt Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun og stendur á 8.899fm eignarlóð með glæsilegu útsýni. Hitaveita er í húsinu og steypt gólfplata með hitalögnum í gólfi. Húsið er nýtt og fullfrágengið. Lokaúttekt hússins fór fram í ágúst sl.
Lýsing á eign:
Forstofa er rúmgóð, með flísum á gólfi, fataskáp og fatahengi.
Fjögur svefnherbergi með viðarparketi á gólfi. Öll herbergin eru með góðu skápaplássi. Sérsniðnar gardínur (Sólar) eru í öllum svefnherbergjum.
Tvö baðherbergi eru í húsinu; Gestabaðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegri viðarinnréttingu og sturtu, "walk-in".
Inn af hjónaherbergi er baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf með fallegri viðarinnréttingu og sturtu, "walk-in". Útgengi er á verönd frá hjónaherbergi.
Stofan og eldhúsið eru í L-laga rými með mikilli lofthæð, viðarparketi á gólfi og viðarkamínu. Útgengi um rennihurð á suður-sólpall. Gardínur (screen) eru í öllum gluggum í stofu/eldhúsi.
Eldhúsið er með sérsmíðaðri eikar-viðarinnréttingu (Arens) og vönduðum BOSCH eldhústækjum. Tveir bökunarofnar/örbylgjuofn, BORA helluborð með innbyggðum háf, extra hár ísskápur/frysti og innbyggð uppþvottavél. Undirlímdur eldhúsvaskur. Kvarz borðplötur eru í eldhúsi og á baðherbergjum.
Inn af forstofu er þvottahús með flísum á gólfi og stórri innréttingu með innbyggðum skolvaski. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Frá þvottahúsi er útgengi á norðurhlið hússins þar sem er timburverönd og grasflöt.
Úr þvottahúsi er innangengt er í flísalagðan 12fm "bílskúr" þar sem inntök hússins eru.
Geymsluloft; ca. 12fm, með dúk á gólfi og niðurhengdum lúgustiga (geymsluloftið er ekki inni í fermetrastærð hússins).
Svefnloft; ca. 25fm, með parketi á gólfi og opnanlegum glugga. aðgengi að svefnlofti um stiga frá stofu og frá geymslulofti (svefnloftið er ekki inni í fermetrastærð hússins).
Stór timburverönd er á suður og vesturhlið hússins. Hitaveitupottur (Norm-X) og saunatunna ásamt útisturtu. Sjálfvirkar stýringar eru á potti og útisturtu.
Þráðlaus hitastýring er á gólfhitakerfi. Rafmagnskerfi hússins er stýrt með PLEJD húskerfi sem gefur mikla möguleika á ljósastýringum og fjarstýringu sé þess óskað.
Möguleiki er á að fá allt innbú á myndum með í kaupunum samkvæmt samkomulagi.
Góð aðkoma og næg bílastæði.
Árgjald í félag sumarhúsaeigenda á svæðinu er kr. 45.000 á ári.
Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 898-0508 netfang: arni@fasteignaland.is
Jón Smári Einarsson, löggiltur fasteignasali s. 860-6400, netfang: jonsmari@fasteignaland.is
Húsið er með möguleika á gistileyfi sem hentar fyrir útleigu, en búið er að gera breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar þannig að kaupendur geta nýtt húsið fyrir rekstur/útleigu allan ársins hring. Núverandi eigandi hefur þegar sótt um gistileyfið. Húsið er innflutt timbur-einingahús og var byggt og fullfrágengið af núverandi eiganda. Báruál (Stjörnublikk) er á þaki hússins og klæðning þess er viðhaldslítil greni-viðarklæðningar.
Fasteignaland kynnir: Heilsárshús við Lyngbrekku í landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið er skráð 152,5fm samkvæmt Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun og stendur á 8.899fm eignarlóð með glæsilegu útsýni. Hitaveita er í húsinu og steypt gólfplata með hitalögnum í gólfi. Húsið er nýtt og fullfrágengið. Lokaúttekt hússins fór fram í ágúst sl.
Lýsing á eign:
Forstofa er rúmgóð, með flísum á gólfi, fataskáp og fatahengi.
Fjögur svefnherbergi með viðarparketi á gólfi. Öll herbergin eru með góðu skápaplássi. Sérsniðnar gardínur (Sólar) eru í öllum svefnherbergjum.
Tvö baðherbergi eru í húsinu; Gestabaðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegri viðarinnréttingu og sturtu, "walk-in".
Inn af hjónaherbergi er baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf með fallegri viðarinnréttingu og sturtu, "walk-in". Útgengi er á verönd frá hjónaherbergi.
Stofan og eldhúsið eru í L-laga rými með mikilli lofthæð, viðarparketi á gólfi og viðarkamínu. Útgengi um rennihurð á suður-sólpall. Gardínur (screen) eru í öllum gluggum í stofu/eldhúsi.
Eldhúsið er með sérsmíðaðri eikar-viðarinnréttingu (Arens) og vönduðum BOSCH eldhústækjum. Tveir bökunarofnar/örbylgjuofn, BORA helluborð með innbyggðum háf, extra hár ísskápur/frysti og innbyggð uppþvottavél. Undirlímdur eldhúsvaskur. Kvarz borðplötur eru í eldhúsi og á baðherbergjum.
Inn af forstofu er þvottahús með flísum á gólfi og stórri innréttingu með innbyggðum skolvaski. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Frá þvottahúsi er útgengi á norðurhlið hússins þar sem er timburverönd og grasflöt.
Úr þvottahúsi er innangengt er í flísalagðan 12fm "bílskúr" þar sem inntök hússins eru.
Geymsluloft; ca. 12fm, með dúk á gólfi og niðurhengdum lúgustiga (geymsluloftið er ekki inni í fermetrastærð hússins).
Svefnloft; ca. 25fm, með parketi á gólfi og opnanlegum glugga. aðgengi að svefnlofti um stiga frá stofu og frá geymslulofti (svefnloftið er ekki inni í fermetrastærð hússins).
Stór timburverönd er á suður og vesturhlið hússins. Hitaveitupottur (Norm-X) og saunatunna ásamt útisturtu. Sjálfvirkar stýringar eru á potti og útisturtu.
Þráðlaus hitastýring er á gólfhitakerfi. Rafmagnskerfi hússins er stýrt með PLEJD húskerfi sem gefur mikla möguleika á ljósastýringum og fjarstýringu sé þess óskað.
Möguleiki er á að fá allt innbú á myndum með í kaupunum samkvæmt samkomulagi.
Góð aðkoma og næg bílastæði.
Árgjald í félag sumarhúsaeigenda á svæðinu er kr. 45.000 á ári.
Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 898-0508 netfang: arni@fasteignaland.is
Jón Smári Einarsson, löggiltur fasteignasali s. 860-6400, netfang: jonsmari@fasteignaland.is