Lýsing
Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
STOFN FASTEIGNASALA KYNNA: Bjarta og vel skipulagða 91,1fm 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýli með góðar suðursvalir. Nýverið var skipt um öll gler og glugga ásamt svalahurð. Húsið var einnig múrviðgert og málað árið 2025. Skemmtileg eign í hjarta Hafnarfjarðar. Stutt í alla helstu þjónustu.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is
Forstofa er með flísum á gólfi að hluta og skápur.
Hol er með harðparketi á gólfi og skáp.
Stofa er með harðparketi á gólfi og þaðan er útgengt á suðursvalir.
Eldhús er með flísum á gólfi, viðarinnréttingu og panill á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru tvö og eru með harðparketi á gólfum og skápum.
Baðherbergi er með flísum í hólf og gólf, wc, baðkar með sturtu, skúffur undir vask og ofn.
Þvottahús er inn af eldhúsi og þar eru flísar á gólfi, inn af þvottahúsi er lítið búr/geymsla.
Geymsla er í sameign á jarðhæð.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign á jarðhæð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.