Lýsing
Vel skipulagt einbýlishús á hornlóð við Hraunberg 5A í Breiðholtinu. Skv. skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 230,3 fm. Stór og fallegur garður í mikilli rækt. Skipti á minni eign kemur til greina.
Nánari lýsing eignar: Anddyri með fatahengi. Eldhús með hvítri innréttingu, helluborði, bökunarofni og tengi fyrir uppþvottavél. Rúmgóð borðstofa / stofa með útgengi á ca 40 fm sólpall. Baðherbergi er með flísalögðu gólfi, innrétting, baðkar með sturtuhengi og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Vinnuherbergi með innréttingu og þar er stigi upp í ris þar sem eru tvö rúmgóð svefnherbergi og sjónvarpshol. Bílskúr með gryfju en það er búið að taka burt innkeyrsluhurðina og setja í glugga. Undir húsinu er kjallari sem hægt væri að steypa í gólf og setja glugga til að nýta. Í dag er hann óinnréttaður.
Samþykktir uppdrættir bæði af húsinu og lóðinni, samþykkt 5 nóv 2024, sjá gögn hjá fasteignasala. Heimild til stækkunar allt að 40 fermetrum.
Eignin er vel staðsett í efra Breiðholti, stutt er í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og er önnur helsta þjónusta til staðar í göngufæri, eins og heilsugæsla, bókasafn, tónlistarskóli, stórmarkaðir, sundlaug, íþróttasvæði Leiknis, líkamsræktarstöð ofl.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat