Lýsing
Um er að ræða nýtt og vel skipulagt 3ja herbergja endaraðhús. Birt stærð er 107,2 fm. Húsið er hluti af Bárugötu 2,4,6 sem eru þrjú raðhús sem eru vel staðsett í Vesturbyggð sem er nýtt hverfi í vestur jaðri Þorlákshafnar. Eignin afhendist á byggingarstigi 3 - fullgerð bygging að utan og tilbúin til innréttingar eða byggingarstigi 4 - fullgerð bygging. Húsið er er klætt að utan með álklæðningu og álþakköntum.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX
Eignin skiptist í forstofu, í alrými er eldhús / stofa / borðstofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús / geymsla.
Skilalýsing á byggingarstigi 3 – fullgerð bygging að utan og tilbúin til innréttingar:
Afhendingartími er 2 mánuðum eftir kaupsamning.
Verð á byggingarstigi 3: 54.4 milljónir.
Frágangur utanhúss:
Gólfplata / sökklar: Sökklar eru staðsteyptir og einangraðir að innan með 75mm plasteinangrun. Gólfplata er staðsteypt, einangruð með 100 mm plasteinangrun og með ísteyptum gólfhita.
Útveggir: Eru gerðir úr timbri. Utan á timburgrind kemur 9 mm krossviður og loftræst liggjandi báruálklæðning í gráum lit sem er brotin upp með standandi timburklæðningu í innskotum.
Þak: Þak er hefðbundið niðurtekið kraftsperruþak sem klætt bárujárn í hvítum lit og hvítum álþakköntum. Þakrennur og rennuniðurföll eru frágengin.
Gluggar og útihurðir: Gluggar og útihurðir eru hvítar úr timbri. Gler í gluggum er tvöfalt K- einangrunargler.
Aðgengi og lóð: Lóð og bílaplan eru grófjöfnuð, sorptunnuskýli verða komin.
Frágangur innanhúss:
Gólf: Gólfplatan er tilbúinn undir gólfefni.
Veggir og loft: Kraftsperrur eru í húsinu og því eru öll loft niðurtekin. Loft eru klædd með loftaþiljum. Léttir innveggir eru byggðir úr timbur eða blikkstoðum, einangraðir með 50 mm einangrun og síðan klæddir með 2x13 mm gipsi beggja vegna. Veggir verða sparslaðir og grunnaðir.
Hitalögn: Ísteyptar hitalagnir eru í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir gólfhita frágengin. Stýringar og annar búnaður gólfhita fylgir ekki.
Rafmagn: Búið er að leggja út ídráttarrör og dósir og draga fyrir vinnurafmagni. Aðal- og greinitöflur skulu fullgerðar með tilliti til vinnuljósa og uppsetts rafbúnaðar. Vinnuljós skulu tengd í hverju herbergi.
Lagnir: Skolp- og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu. Neysluvatnslagnir eru tengdar við tengikistur, tappar eru í vegghnjám út úr veggjum.
Innihurðir: Engar innihurðar eru komnar í húsið.
Skilalýsing á byggingarstigi 4 – fullgerð bygging:
Afhendingartími er 3 mánuðum eftir kaupsamning.
Verð á byggingarstigi 4: 66.5 milljónir.
Nánari lýsing:
Forstofa: Rúmgóða forstofu með hvítum fataskápum, flísar á gólfi.
Eldhús: Í alrými er fallegt eldhús með hvítri innréttingu, innbyggður ísskápur með frysti og uppþvottavél, bakarofn í vinnuhæð, spanhelluborð, parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Í alrými er stór og björt stofa með útgengi út á lóð, gluggar í suður, vestur og norður, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með hvítum fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott með hvítum fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með fallegri hvítri innréttingu, tvöfaldur vaskur, ljósaspegill, upphengt salerni, walk in sturta með dökku gleri, flísar á gólfi og inn í sturtu.
Þvottahús / geymsla: Rúmgott, með góðri hvítri innréttingu, vinnuborð og vaskur, flísar á gólfi.
Gólfefni, innréttingar og tæki: Gólf eru klædd með fallegu parketi frá Birgisson og flísar eru frá Álfaborg. Hvítar innhurðir eru frá Birgisson. Innréttingar og tæki eru frá Ikea.
Lóð: Lóð verður þökulögð og í innkeyrslu og fín möl í bílaplani, sorptunnuskýli verða komin.
Húsið: Húsið er byggt 2025 og er úr úr timbri og klætt með grárri álklæðningu og hvítum álþakköntum, járn er á þaki. Innfelld lýsing er í flestum rýmum. Gólfhiti er í húsinu og hitastýringar eru í öllum rýmum. Ídráttarrör er komið fyrir heitan pott á baklóð.
Staðsetning: Smellið hér.
Kaupendur geta í samráði við eiganda óskað eftir breytingu á skilalýsingu s.s. við val á gólfefnum, innréttingum og annað.
Almennt:
Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald.
Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald þegar það er lagt á við endanlegt brunabótamat.
Hér er um að ræða virkilega fallega og vel staðsetta eign. Þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og íþróttahús og náttúruna. Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is.
Þorlákshöfn:
Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.