Opið hús: Hafnarberg 12 A, 815 Þorlákshöfn. Eignin verður sýnd sunnudaginn 7. september 2025 milli kl. 16:30 og kl. 17:00.
Lýsing
Vel skipulagt fjölskylduvænt timbur raðhús á einni hæð með þrem svefnherbergjum, bílskúr og góðum sólpöllum. Eignin er staðsett á frábærum stað í Þorlákshöfn. Östutt er í skóla, leikskóla og helstu þjónustu.
Skipulag eignar: Anddyri, stofa / borðstofa , sjónvarpshol / gangur, 3 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús, bílskúr og geymsla.
Birt flatarmál eignar samkvæmt HMS er 125,9 fm. íbúðarrými er skráð 100 fm. og bílskúr 25,9 fm.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 kr. 64.300.000.-
**EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS STRAX VIÐ KAUPSAMNING**
*** Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali síma 897-6717 eða inga@landmark.is ***
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT STRAX HÉR.
Nánari lýsing á eign:
Forstofa/ andyri: Er með flísum og góðum fataskáp.
Hol/sjónvarpshol: Er með parketi á gólfi og þaðan er gengið inn í önnur rými.
Stofa/ borðstofa: Er parketlögð með aukinni lofthæð. Útgengi út á sólríkan suðurpall.
Eldhús: Er með U-laga innréttingu tengi fyrir uppþvottavél, flísar á gólfi. Opið er inn í stofu/borðstofu frá eldhúsi.
Hjónaherbergi: Rúmgott, með góðum fataskápum og parketi á gólfi. Úr herbergi er útgengt út á sólpall á baklóð.
Herbergi 1: Er með innfelldum fataskáp og parketi á gólfi.
Herbergi 2: Er með innfelldum fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Var endurnýjað fyrir nokkrum árum með góðri innréttingu, walk in sturtu, upphengt salerni, og handklæðaofn. Flísar á gólfi og fíbó plötur á veggjum.
Þvottahús: Hillur, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur, gönguhurð inn í bílskúr, flísar á gólfi.
Bílskúr/ geymsla: Bílskúrinn er 25,9 fm., rafdrifin bílskúrhurðaopnari, heitt og kalt vatn, flísar á gólfi, gönguhurð út á suður sólpall, innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi. Geymsla er teiknuð í enda bílskúrs.
Virkilega fín eign á frábærum stað í Þorlákshöfn sem vert er að skoða. Þorlákshöfn er einstaklega fjölskylduvænt svæði í mikilli uppbyggingu. Þar er að finna alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og öflugt íþróttastarf. Höfuðborgarsvæðið er í seilingarfjarlægð en það tekur aðeins um ca. 30 mínútur að keyra til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat