Lýsing
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit. Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 130,4 fm og þar af er bílskúr 28,0 fm.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 91.450.000 kr.
Nánari lýsing:
Sameiginlegur inngangur með efstu hæð.
Forstofa með flísar á gólfi.
Hol sem skiptir íbúðinni vel upp. Parket á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð með fallegum glugga. Falleg tvöföld hurð yfir í borðstofu/eldhús. Nýlegir gluggar.
Eldhús var endurnýjað 2017 og var fært í borðstofu og er með fallegri innréttingu, góðu vinnuplássi, ofn og uppþvottavél í góðri vinnuhæð og viftu yfir helluborði.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum og parket á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með teppi á gólfi.
Svefnherbergi III með parket á gólfi. Útgengt á svalir.
Svefnherbergi IIII með parket á gólfi og góðan skáp.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með handklæðaofn, upphengt salerni, "walk-in" sturtu, góða innréttingu og glugga.
Þvottahús við forstofu með góðu geymsluplássi.
Bílskúr er rúmgóður með gott skápapláss, hitaveitu, rafmagn og heitt og kalt vatn. Pallur við bílskúr.
Fallegur gróin sameiginlegur garður.
Falleg fjölskyldueign á frábærum stað í Langholtshverfinu og stutt í leik- og grunnskóla sem og alla þjónustu og stofnbrautir.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.