Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1973
132,3 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sameiginl. inngangur
Lyfta
Opið hús: 5. september 2025
kl. 17:00
til 17:30
Opið hús: Arahólar 4, 111 Reykjavík, Íbúð merkt: 02 05 04. Eignin verður sýnd föstudaginn 5. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Eignamiðlun og Rögnvaldur Örn Jónsson löggiltur fasteignasali kynna:Vel skipulagða og fallega útsýnisíbúð á 5. hæð með svalalokun og bílskúr á góðum stað í Breiðholtinu. Eignin er 132,3 fm og þar af er bílskúrinn 23,3 fm og geymsla 5 fm.
Bókið skoðun í s: 660-3452 eða með því að senda á rognvaldur@eignamidlun.is
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Lýsing eignar:
Komið er inn í opið rými sem er anddyri með fataskáp.
Eldhús er endurnýjað með fallegri innréttingu með innbyggðri uppþvottavél, helluborði, háf og ofn. Góður borðkrókur. Nýlegt parket á gólfi.
Stofa: Stofan er mjög rúmgóð með nýlegu parket á gólfi. Útgengt er á yfirbyggðar svalir með frábæru útsýni.
Svefnherbergin: Eru þrjú, öll með fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtu, vaskainnrétting með góðum spegli. Handklæðaskápur. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúrinn: Er 23,3 fm með rafmagnsopnun og inngangshurð.
Geymsla: Er í sameign og er 5 fm.
Helstu framkvæmdir sem gerðar hafa verið:
Utanhúss – Arahólar 2–4
2018–2019: Austurhlið hússins og gluggar málaðir. Opnanleg fög voru endurnýjuð ásamt glerlistum á öllu húsinu.
2020: Vesturhlið hússins og gluggar málaðir.
2023: Þakið endurnýjað.
Arahólar 4 – Sameign (innanhúss)
2021: Öll sameign máluð og ný lyfta sett upp í stigagang.
2022: Ný útihurð sett upp.
2024: Endurnýjaðar rafmagnstöflur á hverri hæð sem og aðaltafla í kjallara.
Falleg eign sem vert er að skoða. Stutt í alla þjónustu s.s skóla, leikskóla, verlsun og heilsugæslu.
Nánari upplýsingar veitir Rögnvaldur Örn Jónsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6603452, tölvupóstur rognvaldur@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. maí. 2016
27.400.000 kr.
34.000.000 kr.
132.3 m²
256.992 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025