Sveinn Eyland löggiltur fasteignasali á staðnum.
Lýsing
Um er að ræða þriggja herbergja vel skipulagða og bjarta 108.9 fm íbúð á 2.hæð (efstu hæð) í litlu fjölbýlishúsi við Kársnesbraut 53 í Kópavogi.
Eignin skiptist í 84.5 fm íbúðarrými og 24.4 fm innbyggðan bílskúr.
Glæsilegt útsýni úr íbúð til norðurs og vesturs út yfir Nauthólsvíkina.
Íbúð er töluvert mikið endurnýjuð t.d. eldhúsinnrétting, baðherbergi, gólfefni, innihurðar, ofna, raf og neysluvatnslagnir.
Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands:
Íbúð er 84.5 m merkt 01-03-02, geymsla er 6.6 fm merkt 01-01-07 og bílskúr 24.4 fm merktur 01-01-02 samtals 108.9 fm að stærð.
Nánari upplýsingar um eign:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT STRAX HÉR.
Eignin skiptist í:
Forstofu/hol, stofu/borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, sérgeymslu og bílskúr.
Nánari lýsing á eign:
Sameiginlegur inngangur með öðrum íbúðum í húsi.
Forstofa/hol með innbyggðum fataskáp.
Stofa/borðstofa er opið og bjart rými með gluggum á tvo vegu og er útgengt á suð-vestur svalir úr stofu.
Eldhús er rúmgott með snyrtilegri hvítri innréttingu, innbyggð uppþvottavél í innréttingu og ísskápur sem að fylgja með í kaupum, glæsilegt útsýni til norð-vesturs úr eldhúsi.
Tvö svefnherbergi og er góður fataskápur í hjónaherbergi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, Walk-in sturtuklefi með glerskilrúmi, innrétting með skúffum undir vask, veggskápur, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Þvottaherbergi er innaf eldhúsi.
Sérgeymsla í sameign í kjallara.
Rúmgóður bílskúr og er búið að gera ráð fyrir rafhleðslustöð í bílskúr.
Gólfefni: Harðparket og flísar á gólfum íbúðar.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar mig allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat