Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Elín Káradóttir
Hrönn Bjargar Harðardóttir
Kristín Rós Magnadóttir
Vista
svg

535

svg

467  Skoðendur

svg

Skráð  3. sep. 2025

hæð

HLÍÐARGATA 16 EFRI HÆÐ

740 Neskaupstaður

41.900.000 kr.

299.286 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2169193

Fasteignamat

36.350.000 kr.

Brunabótamat

57.630.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1947
svg
140 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
Opið hús: 9. september 2025 kl. 17:00 til 17:30

Opið hús: HLÍÐARGATA 16 EFRI HÆÐ, 740 Neskaupstaður. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 9. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Lýsing

BYR fasteignasala kynnir í einkasölu HLÍÐARGATA 16 efri hæð, 740 Neskaupstaður.
Fjögurra herbergja íbúð með sér inngangi á efri hæð í tvíbýlishúsi.
Smellið hér fyrir staðsetningu. 
Húsið er steypt, byggt árið 1947. Eignin skiptist í íbúð 110.0  m² og bílskúr 30.0  m² , stærð samtals 140.0 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, tvö barnaherbergi, eldhús, búr, þvottahús, hjónaherbergi og fataherbergi, baðherbergi, gangur/hol, stofa og stakstæður bílskúr.

Nánari lýsing: 
Anddyri, flísar á gólfi.
Herbergi I, tvöfaldur fataskápur, parket á gólfi.
Herbergi II, tvöfaldur fataskápur, parket á gólfi. 
Herbergi III, parket á gólfi og fataherbergi inn af með lausum skápum, þar er gluggi. 
Hol/gangur sem leiðir inn í aðrar vistaverur hússins, notað sem borðstofa. 
Eldhús, eldri innrétting, helluborð, ofn og háfur, uppþvottavél fylgir og ísskáp í innréttingu (getur mögulega fylgt), parket á gólfi.
Inn af eldhúsi er búr með hillum og glugga, þar er nýlegur vatnskútur, steypt gólf. 
Þvottahús, steypt gólf, pláss fyrir tvær vélar á gólfi, hillur, vantar hurð á rýmið.  
Baðherbergi, nýlega uppgert; flísar á gólfi, heill sturtubotn og eitt sturtugler, fíbóplötur í sturtuhorni og baðplötur á veggjum.
Hvít vaskinnrétting og speglaskápur frá Bauhaus. Upphengt salerni, gluggi. 
Stofa, rúmgóð með gluggum á tveimur hliðum, parket á gólfi. 
Gólfefni: Harðparket er á stofu, borðstofu, gangi/holi, eldhúsi og svefnherbergjum. Flísar eru á anddyri og baðherbergi. Steypt málað gólf í búri og þvottahúsi. 
Bílskúr, steypt gólf, nýleg innkeyrsluhurð, gönguhurð. Búið að einangra og plasta í loft. Rafmagn.
Rafmagnsofn notaður á veturnar til að halda frostfríu. Þarf að fara í múrviðgerð á horni hússins sem snýr að næstu lóð. 

Hlíðargata 16 er steinsteypt hús á tveimur hæðum, valmaþak, bárujárn á þaki, timburgluggar og hurðar. 
Lóð er gróin og afgirt, steypt stétt liggur að húsi, timburverönd er við inngang hússins sem er sérafnotaréttur íbúðar 201. 
Þakrými 0301 yfir íbúð 0201 er fylgirými þeirrar íbúðar og hafa eigendur þeirrar íbúðar einkaafnot af þakrýminu.
Lóðin er 519.0 m² leigulóð í eigu Fjarðabyggðar.

Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 216-9193. Hlíðargata 16.

Stærð: 01.0201 Íbúð 110 m². 02.0101 Bílskúr 30.0 m². Samtals 140 m².
Brunabótamat: 57.630.000 kr.
Fasteignamat: 36.350.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 37.650.000 kr. 
Byggingarár: Íbúð 1947.
Byggingarefni: Steypa.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Kristín Rós Magnadóttir, löggiltur fasteignasali / lögfræðingur - kristin@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is

Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi -  0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga  / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Austurmörk 7, 810 Hveragerði
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. okt. 2020
19.100.000 kr.
22.200.000 kr.
140 m²
158.571 kr.
3. sep. 2017
11.400.000 kr.
23.500.000 kr.
112.6 m²
208.703 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Austurmörk 7, 810 Hveragerði