Lýsing
Nánari lýsing:
Rúmgóð Forstofa með fataskáp.
Geymsla íbúðar við inngang.
Baðherbergi með flísalögn á veggjum og dúk á gólfi. Sturuklefi, innrétting með vask og salerni. Tengi fyrir þvottavél í innréttingu.
Rúmgott Svefnherbergi með fataskápum.
Bjart stofurými með borðstofu og stofu. Stofan hefur verið stækkuð á kostnað eins herbergis en auðvelt er að setja upp vegg og bæta við herberginu aftur.
Útgengt út á svalir úr stofu, möguleiki að útbúa yfirbyggðar svalir.
Eldhús með hvítri innréttingu og glugga, borðkrókur við eldhús.
Viðarparket er á allri íbúðinni nema baðherbergi.
Þvottaherbergi er sameiginlegt á jarðhæð með þvottavél og þurrkara. Á jarðhæð er einnig hugguleg setustofa.
Um er að ræða góða og vel skipulagða íbúð í lyftuhúsi fyrir 63 ára og eldri. Snyrtilegt umhverfi, góð staðsetning og félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar í næsta húsi sem býður upp á ýmsa þjónustu.
Sjá nánar : Hæðargarður 31 -félagsstarf.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður