Lýsing
Þriggja hæða raðhús með frábæru útsýni, bílskúr og íbúð í útleigu frábærum stað við íþróttasvæði Fylkis, Elliðaárdalinn og Árbæjarlaug.
Eignin er þriggja hæða raðhús með bílskúr og auka íbúð í kjallara á frábærum stað rétt við íþróttasvæði Fylkis, Elliðaárdalinn og Árbæjarlaug. Gróinn og skjólgóður suðurgarður og mikið útsýni er frá eigninni. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á ytra byrði raðhúsalengjunnar, og meðal annars hefur húsið verið klætt að hluta, skipt um glugga og gler á öllum stórum gluggum á öllum hæðunum og skipt um þakjárn. Samkvæmt FMR er birt stærð eignar 278,8 fm, þar af er íbúðarhluti 256 fm , 2. herbergja íbúð í kjallara og sérstæður bílskúr 22,8 m2 með góðu geymslulofti. Íbúðin í kjallaranum er skráð sem hluti af heildareigninni og á sama fastanúmeri.
Fasteignamat 2025 er 120.800.000 kr.
Nánari lýsing á jarðhæð.
- Forstofa með fataskáp, flísar á gólfi.
- Tvö svefnherbergi með parketlögðu gólfi.
- Eldhús samliggjandi með stofu. Parket á gólfi.
- Gestasalerni nýlega uppgert, vaskur á skáp, sturta, flísar á gólfi og veggjum.
- Stofa og borðstofa eru samliggjandi, bjartar og rúmgóðar með miklu útsýni, útgengt á stórar suðursvalir, parket á gólfi.
Efsta hæð. - Þrjú rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfi.
- Sjónvarpsrými/stofa með arni og útgengi út á rúmgóðar svalir til suðurs.
- Baðherbergi með flísalögðu gólfi, eldri innréttingu, baðkari, sturtuklefa og stórum glugga.
Kjallari. - Sameiginleg forstofa fyrir þvottahús og kjallaraíbúðina.
- Kjallaraíbúðin skiptist í:
- Tvö svefnherbergi með parket á gólfi.
- Eldhús með hvítri innréttingu og flísum á gólfi.
- Stofa með flísum og parketi.
- Baðherbergi með sturtu og geymslu.
- Salerni með vask.
Á undanförnum árum hefur húsfélagið í lengjunni staðið fyrir umfangsmiklum endurbótum og viðhaldi á ytra byrði lengjunnar.
Árið 2017 var m.a ráðist í eftirfarandi framkvæmdir. - Endurnýjun þakjárns, aluzink með pappa
- Endurnýjun niðurfallsröra
- Endurnýjun þakrenna
- Endurnýjun á klæðningu þakkants og áfellum frá þakrennu og framan á þakkant
- Málun og endurbætur á þakkanti.
Árið 2019-2020 var m.a. ráðist í eftirfarandi - Nýir gluggar settir í suðurhlið (stóri glugginn á hverri hæð)
- Klæðning sett á suður- og austurhlið
- Glugga og hurðakarmar málaðir á suður- og austurhlið
- Svalagólf máluð og sílanböðuð.
Sumar 2021 var óklæddur hluti hússins (vesturgafl og norðurhlið) háþrýstiþveginn, múrskemmdir lagaðar og málaður.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu skóla og leikskóla sem og íþróttasvæði Fylkis, Elliðaárdalinn og Árbæjarlaug, mikið og fallegt útsýni.
Eignin er auglýst af eiganda en frágangur verður í höndum löggilts fasteignasala eða lögmanns með sérþekkingu á frágangi húsnæðissamninga.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Vegna auglýsingar á vefsvæðinu fasteignir.is:
Eigendur auglýsa eign sína sjálfir án milligöngu og finna til kaupendur. Eigendur tryggja að löggiltur fasteignasali (eða aðili með löggildingu til að annast milligöngu um sölu fasteigna og skipa) annist milligöngu þegar kemur að kauptilboði og / eða kaupsamningsgerð vegna auglýsingar á vefsvæði Vísis (fasteignir.is). Þessi aðili mun þá sjá um skjalagerð, þ.m.t. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, veðleyfi og afsal, eftir því sem við á hverju sinni, og sjá um að annast viðskiptin í samræmi við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Þannig er tryggt að varnir gegn peningaþvætti séu virtar og að réttarstaða kaupanda og seljanda er glögg.
Eigendur geta nýtt sér umrædda þjónustu hjá samstarfsaðila e-fasteigna, PRIMA fasteignasölu, en það er ekki skilyrði fyrir notkun kerfisins og stendur aðilum aðeins til boða ef hún hentar öllum hlutaðeigandi.
Verðskrá þjónustunnar er aðgengileg á vef e-fasteigna.