Lýsing
Miklaborg kynnir: Einstaklega bjarta og heillandi risíbúð á við Laugaveg í Reykjavík. íbúðin er skráð 2ja herbergja og er birt stærð 55,8 fermetrar. Geymslan er innan íbúðar með glugga sem er notuð sem aukaherbergi. Byggðar hafa verið svalir út frá stofu sem snúa út í suðurgarðinn. Íbúðin er á fjórðu hæð í þessu litla fjölbýli sem byggt var upphaflega sem fjölskylduhús. Sannkölluð miðbæjareign.
Nánari lýsing.
Gengið er inn sameiginlegt stigahús frá Laugavegi.
Íbúðin skiptist í gang, eldhús, stofu, borðstofu,svefnherbergi, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og geymslu með glugga, sem er notuð sem herbergi.
Frá stofu er útgengt út á suðursvalir með vængjahurð.
Eldhúsið er með neðri skápum og hillum á veggjum. Stór gluggi undir súð.
Svefnherbergi með glugga sem snýr út í garð.
Baðherbergið með baðkari og flísum á veggjum að hluta.
Skápar eru undir súð í stofu, þvottahúsi og herberginu.
Í forstofugangi er viðarparket á gólf.
Grámáluð gólf eru í stofu og baðherbergi. Dúkur á herbergjum.
Búið er að flota gólfið í eldhúsi.
Stigagangur er með gluggum en gluggi í forstofu íbúðar snýr inn í stigahúsið.
Á jarðhæð er sameiginlegt þvottahús. Hjólageymsla er í sameign á gangi milli stigahús og garðsins. Sameiginlegur suðurgarður.
Hússjóður sá um að skipta um þak og glugga á rishæð 2024.
Nánari upplýsingar hefur Vala Georgsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 695-0015. vala@miklaborg.is