Lýsing
Miklaborg kynnir: Gullmola við Flúðir ✨
Allar upplýsingar veitir Ævar Dungal – dungal@miklaborg.is – s. 897 6060
Á einstökum stað í Ásabyggð við Flúðir stendur þetta fallega sumarhús, byggt árið 1989. Húsið er um 50,4 m² og stendur á stórri 2.245 m² leigulóð - Hrunamannahreppur á landið og lóðarleigu still í hóf (ca. 70þús á ári)
Hægt er að auka byggingarmagn á lóðinni talsvert. Samkvæmt deiliskipulagi er leyfi fyrir 110fm byggingarmagni á lóðinni.Svo er leyfi fyrir hvert hús í hverfinu að reisa 30fm byggingu svo heildar fm sé undir 110fm
Fasteignamat fyrir næsta ár er 31.100.000.
• Tvö svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og rúmgott svefnloft (ca. 20fm óskráðir fermetrar).
• Bjart og notalegt alrými með parketi, samliggjandi eldhúsi og stofu.
• Stór, skjósæll og yfirbyggður pallur með heitum potti.
• Geymsluskúr/þvottahús (óskráðir fermetrar + ca. 5 m²)
• Rólur og dúkkuhús í garðinum.
• Gott bílastæði við húsið.
• Rótgróin sumarhúsabyggð með leiksvæðum og gönguleiðum allstaðar í kring.
Endurbætur síðustu ára:
• Ný blöndunartæki á baði og í eldhúsi.
• Ofnar teknir í gegn.
• Endurnýjaður burðarbiti og klæðning að utan ný að hluta.
• Rofar og tenglar endurnýjaðir á síðasta ári.
Staðsetning:
• Í hjarta Gullna hringsins – Aðeins nokkrar mínútur á Flúðir og Secret Lagoon.
• Ca. 20 mínútur til Geysis og Gullfoss.
• um 30-40 min til Þingvalla og Laugarvatns.
• 1,5 klst frá Reykavík.
Mikil uppbygging hefur verið á Flúðum, mikið líf og fjölbreytt þjónusta er í bænum, ásamt mikilli umferð ferðamanna
Rótgróin og friðsæl lóð með stórum trjám sem mynda skjól og næði. Á svæðinu eru leiksvæði fyrir börn sem gerir þetta að frábærum stað fyrir fjölskyldur.
Þetta er kjörinn kostur fyrir þá sem vilja eignast sitt eigið sumarhús á vinsælu svæði við gullna hringinn – Hreppurinn sér um snjómokstur á svæðinu þannig húsið er aðgengilegt allt árið.
Húsið er til afhendingar eftir samkomulagi og afhendist með öllu innbúi að utanskildum persónulegum munum.