Upplýsingar
Byggt 1996
115,2 m²
3 herb.
Bílastæði
Lyfta
Opið hús: 22. september 2025
kl. 17:00
til 17:30
Opið hús: Kirkjusandur 1, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 05 02. Eignin verður sýnd mánudaginn 22. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Vönduð útsýnisíbúð á góðum stað við Kirkjusand 1, Reykjavík. Íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara. Í húsinu er lyfta og yfirbyggðar upphitaðar svalir. Íbúðin er 2-3 herbergja og er á fimmtu hæð í góðu lyftuhúsi. Húsvörður starfar fyrir húsfélagið. Góð aðkoma og fallegt útsýni. Íbúðin er laus við kaupsamning. Íbúðin er miðsvæðis og stutt er í alla þjónustu.Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er birt stærð eignarinnar 113,4 fm.
Eignin skiptist í: forstofu hol, eldhús, borðstofu, stofu, rúmgott svefnherbergi og möguleiki á öðru svefnherbergi út frá stofu, baðherbergi, geymslu (í kjallara) og stæði í bílakjallara. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Sameiginleg líkamsræktaraðstaða og púttvöllur er á lóð hússins. Hægt er að setja upp þvottavél í geymslu en er einnig sameiginlegt þvottahús á stigapalli fyrir fjórar íbúðir þessarar hæðar.
***Smelltu hér til að sækja söluyfirlit***
Nánari lýsing:
Stigapallurinn er rúmgóður og einstaklega snyrtilegur en þar eru þrjár íbúðir
Gengið inn í forstofu með fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með salerni, baðinnréttingu, baðkari og vegghengdum skáp
Svefnherbergið er mjög rúmgott (18 fm) með með fataskápum.
Eldhús er með innréttingu með góðu skápa- og skúffurými, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, keramik helluborði og bakarofni í vinnuhæð, flísar á milli efri og neðri skápa,
Borðstofa er við hlið eldhúss og með glæsilegu útsýni út á sjóinn. Frá borðstofu er gengið út á yfirbyggðar svalir með svalalokun.
Stofan er mjög rúmgóð með glæsilegu útsýni. Auðvelt væri að bæta við auka svefnherbergi
Þvottaherbergi er í sameign sumra, staðsett á millipalli með sér tengi fyrir þvottavél.
Geymsla er staðett í kjallara með áföstum hillum.
Stæði í bílakjallara. Rafbílatengin er inn í bílakjallara, ekki er þó tengi komið í viðkomandi stæði.
Nánari upplýsingar veita:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, s:867-0968 eða unnar@eignamidlun.is
Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali, s:824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook