Upplýsingar
909,5 m²
6 herb.
4 svefnh.
Lýsing
Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Nautabú á Neðribyggð í Sveitarfélaginu Skagafjörður (áður Lýtingsstaðarhreppi) , 561 Varmahlíð, með fasteignanúmer F214-1333 og landeignanúmer L146211.
Nautabú er samkvæmt HMS 230 hektara jörð þar af um 40 hektarar tún. Jörðin var hnitsett og staðfest árið 2005. Nautabú er í góðri umhirðu, með ágætu íbúðarhúsi sem er í raun með tveimur íbúðum og ágætlega haldið við og uppfært að mörgu leyti eftir nútíma kröfum. Á jörðinni er þriggja fasa rafmagni, hitaveitu og ljósleiðara. Útihús á bæjarhlaðinu eru að mestu notuð sem geymslur og búið að leggja hitaveitu, 3-fasa rafmagn og ídráttarrör fyrir ljósleiðara. Aðaltafla íbúðarhússins er nýleg og með tengingu fyrir varaafl frá ljósavél sem stendur í útihúsi. Bæjarstæðið tengist Skagajarðarvegi 752, með 500 metra heimreið með bundnu slitlagi. Fjarlægt frá Nautabúi til Varmahlíðar eru um 12 km og til Akureyrar um 100 km.
Gilkotslækur rennur norðanvert, Svartá að austan og Mælifellsá rennur um jörðina að sunnan. Svartá er vinsæl urriðaveiðiá, sem hefur verið í uppbyggingu frá því 2008.
Veida.is hefur séð um sölu veiðileyfa fyrir veiðifélag landeigenda mörg undangengin ár. (https://veida.is/veidisvaedi/svarta-i-skagafirdi/). Stangveiðimennirnir Einar Falur Ingólfsson og Sigurður Árni Sigurðsson hafa m.a. skrifað fallega um ána og veiði í henni. Einnig útbjó Sigurður Árni vönduð veiðikort sem eru enn aðgengileg. Af bæjarhlaðinu, er víðsýnt og almennt talið fallegt útsýni. Sjón er sögu ríkari.
Samkvæmt Byggðasögu Skagafjarðar frá árinu 2004 "á Nautabú land að Svartá að austan á móts við Lambeyri, Bakkaflöt, Hólagerði og Merkigarð, að sunnan Hvíteyrar og Hamarsgerði og ræður Mælifellsáin merkjum vestan vegarins. Mælifellsá og Ytri-Mælifellsá að vestan, Steintún og Fitjar að norðan og ræður Gilkotslækur merkjum vestan Skagafjarðarvegar sem liggur um landið austanvert. Nautabúsland liggur milli Mælifellsár og Gilkotslækjar, austan frá Svartá upp á Efribyggð. Frá Skagafjarðarvegi stígur landið talsvert til vestur upp fyrir Tóftarás þar sem tekur við flatlendi Efribyggðar. Árið 1948 var í norðausturhorni landsins byggt nýbýlið Fitjar í Nautabúsnesinu. Austan vegarins er flatt land og algróið, þurrt og hluti þess tún áðurnefnt Nautabúsnes, en Beitines afmarkast að norðan og vestan af gömlum farvegi Mælifellsár. Bærinn stendur nærri efst í túni, nálægt miðju landsins og gengur holtasvæði niður sitthvoru megin. Að norðan upp með Gilkotslæk eru stórgrýtt holt og þegar ofar melar og flagmóar. Melar og flagmóar eru líka áberandi í suðurhluta landsins, upp með Mælifellsánni. Suður og upp frá bænum er víðlend kvos þar sem er framræst graslendi en annars er nokkur hluti Nautabúslands hálfgróin holt. Efribyggðarvegur liggur frá Skagafjarðarvegi upp og vestur um landið, skammt norðan við Mælifellsána. Heildarstærð jarðarinnar er 230 ha. Þar af er 40 ha tún. Byggingar: Íbúðarhús var steypt 1928, tvær hæðir, samtals 191 m2. Áfast norðan við íbúðarhúsið er vélageymsla, steypt 1949,90 m2. Útihús eru: Fjós, skammt fyrir sunnan og ofan íbúðarhúsið, steypt 1953 yfir 16 gripi. Norðan við það samsíða er fjárhús, steypt 1956 yfir 60 fjár, hefur einnig verið notað fyrir hross. Vestan þessara húsa er steypt hlaða frá 1950, 535 m³ og áföst samsíða henni að vestan önnur hlaða úr steinsteypu, byggð 1972 409 m³. Enn stendur uppi gamalt steypt fjós frá því um 1930 örskammt utan og ofan við íbúðarhúsið. Hlaðan sem stóð við það er horfin. Út og niður á túninu eru gömul fjárhús, steypt 1929 yfir 200 fjár. Við þau er þurrheyshlaða, steypt 1929, 306 m³."
Hér má sjá staðsettningu og legu jarðarinnar á korti https://landeignaskra.hms.is/?landeign=146211
Tilvísunarnúmer: 10-2796
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar, Hlíðarsmára 17 201 Kópavogi - sími: 550 3000 / 892 6000
tölvupóstfang: fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 - tölvupóstfang magnus@fasteignamidstodin.is
Guðrún Olsen síma 550 3000 - tölvupóstfang gudrun@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 - tölvupóstfang maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár,
til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.