Opið hús: Reykás 27, 110 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01 02. Eignin verður sýnd mánudaginn 22. september 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Íbúðin skiptist í svefnherbergi, rúmgóða stofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús innan íbúðar. Geymsla er á hæð íbúðar. Húsið er í góðu standi, dren hefur verið endurnýjað og þak, húsið múrviðgert og skipt um glugga og svalahurð, stigahús málað og teppalagt. Húsið var málað að utan sumar 2021. Stutt er í alla þjónustu í hverfinu og óspillta náttúru til austurs og Elliðaárdalinn til vesturs.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 69 fm. og er geymsla íbúðar ekki inn í fermetratölu eignarinnar.
Nánari lýsing:
Forstofa með fatahengi með flísum á gólfi.
Stofa / borðstofa er rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Útgengt er út á austur-svalir með útsýni yfir Rauðavatn og Bláfjöllin, tröppur eru niður af svölum út í garð hússins.
Eldhús er rúmgott með hvítri innréttingu, gott borðpláss, tengi fyrir uppþvottavél, helluborð, gufugleypir og parket á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott með nýlegum fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað að hluta með innangengri sturtu, nýleg innrétting og flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús er innan íbúðarinnar, rúmgóð með nýlegri innréttingu og vélum í vinnuhæð, góðum geymsluhillum og máluðu gólfi.
Geymsla er sér í sameign og er ekki inn í fermetratölu eignarinnar. auk sameiginlegrar vagna og hjólageymslu.
Sameign er mjög snyrtileg og vel um gengin, sameign var máluð og teppalögð 2019.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Húsið var múrviðgert og skipt um þak 2020, dren í kringum allt húsið var endurnýjað 2019 og skipt um glugga og svalahurðir og sumarið 2021 var húsið málað að utan.
Lóð er tyrfð og fallegur trjágróður utan lóðamarka að bakatil, gönguleiðir við inngang erum með hitalögn og hellulagðar.
Stutt er í alla þjónustu í hverfinu og óspillta náttúru til austurs og Elliðaárdalinn til vesturs.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8995949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.