Lýsing
Miklaborg kynnir: Þriggja herbergja íbúð á 3. hæð við Kuggavog 19, Birt stærð 80,5 fm, þar af geymsla 7,2 fm. Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhúsi í opnu alrými og góðar suð-austur svalir, geymsla
og stæði í bílageymslu.
Nánari lýsing íbúðar:
Forstofa með góðum fataskáp. Eldhús og stofa í opnu rými, eldhús með fallegri ljósri innréttingu með ljósri borðplötu, útgengt er úr eldhúsi á góðar suð-austur svalir. Stofa með stórum gluggum til suðurs. Svefnherbergi með fataskáp. Hjónaherbegi með fataskáp. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, ljósri innréttingu með góðum skúffum, plássi fyrir þvottavél og þurrkara, upphengdu salerni, handklæða ofni og walk-in sturtu. Mikil lofthæð er í íbúðinni, parket er á gólfi íbúðarinnar nema á baði þar sem eru flísar. Geymsla fylgir í búðinni í kjallara hússins þar sem einnig er að finna hjólageymslu. Bílastæði fylgir íbúðinni í bílageymslu.
Nánari upplýsingar
Óskar Sæmann Axelsson Löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is