Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög fallegt og mikið endurnýjað 165,4 m2 endaraðhús með bílskúr við Grenibyggð 20 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 165,4 m2, þar af raðhús 137,8 m2 og bílskúr 27,6 m2. Eignin skiptist í 3-4 svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottahús, eldhús, borðstofu, stofu/sólskála og bílskúr. Frábær staðsetning í grónu og friðsælu hverfi í Mosfellsbæ, með leiksskóla í næsta nágrenni.
Gott skipulag og mikil lofthæð sem gerir eignina bjarta og skemmtilega. Fallegar innréttingar og gólfefni.
Stórt malbikað bílaplan og gróinn garður fyrir framan hús með veröndum og geymsluskúr. Að baka til er stór afgirt timburverönd með heitum potti, stóru gróðurhúsi og pergólu. Einnig er geymsluskúr í bakgarði. Rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er við bílaplan.
Endurbætur samkvæmt seljanda: Árið 2008 var byggt við húsið og það stækkað og hefur húsið verið endurnýjað að miklu leyti innanhúss á undanförnum ca. 10 árum.
Helluborð og bakaraofn eru nýleg. Gler í stofu og sólskála eru nýleg. Baðherbergi var endurnýjað 2023 og voru vatnslagnir endurnýjaðar á sama tíma. Skipt um loftaklæðningu og ljós í stofu árið 2021. Innkeyrsla var malbikuð árið 2021. Skipt um pappa, járn og þakkant á íbúðarhúsinu árið 2020. Árið 2025 var þakið á bílskúrnum hreinsað og vatnshelt gúmmílag borið á það.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent
Nánari lýsing:
Forstofa er með fataskápum og flísum á gólfi.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er með stórum fataskápum og parketi á gólfi. Úr hjónaherbergi er gengið út á timburverönd í bakgarði.
Svefnherbergi nr. 2 er með stórum fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 4 er með fataskáp og parketi á gólfi. Rýmið er á teikningu sem geymsla. Úr herberginu er aðgengi um stiga upp á mjög stórt geymsluloft.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með innréttingu, handklæðaofni, vegghengdu salerni og "walk in" sturtu.
Þvottahús er með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skápum. Flísar á gólfi.
Eldhús er með fallegri hvítri U-laga innréttingu og borðkrók, flísar á gólfi. Í innréttingu er ofn, helluborð og háfur. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Úr eldhúsi er útgengt á bílaplan.
Stofa og borðstofa eru í björtu rými með parketi á gólfi. Úr borðstofu er opið inn í stofu/sólskála.
Bílskúr er með máluðu gólfi og hillum. Rafdrifinn bílskúrshurðaopnari, hiti, rafmagn og rennandi vatn eru í bílskúr.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 116.750.000,-
Verð kr. 129.900.000,
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.