Lýsing
HESTUR 4, KIÐJABERG - NÝLEGT OG FULLBÚIÐ SUMARHÚS
Fallegt 126 fm. nýlegt og fullbúið sumarhús með heitum og köldum potti.
Húsið skiptist í anddyri, rúmgott alrými, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahúsi.
Harðparket á öllum gólfum að undanskildum votrýmum, en þar eru flísar.
Baðherbergin er bæði flísalögð ljósum flísum, með sturtuklefa, innréttingu með vaskborði ofan á og salerni.
Gólfhiti í öllu húsinu.
Húsið stendur á 8280 fm eignarlóð.
Góð aðkoma og næg bílastæði á lóð framan við sumarhúsið.
Rafdrifið öryggishlið er við veg.
Nánari lýsing
Komið er inn í rúmgott anddyri.
Þvottahús inn af anddyri með flísum á gólfi.
Hjónasvíta með fataherbergi, baðherbergi og hurð út á viðarpall.
Baðherbergi inn af hjónaherbergi er flísalagt ljósum flísum. Sturtuklefi og hvít baðinnrétting.
Eldhús með innbyggðum ísskáp, innbyrggðri uppþvottavél, bökunarofni og örbylgjuofn í vinnuhæð, niðurfelldur vaskur.
Eldhúseyjan er með helluborði og góðu skúffu- og skáparými
Eldhúsið er opið við borðstofu og stofu og útgengi á viðarpall sem umlykur bústaðinn.
Þrjú svefnherbergi að auki við hjónasvítu.
Baðherbergi - flísar á gólfi og veggjum, hvít innrétting og sturtuklefi.
Innihurðar eru hvítar yfirfelldar.
Stór verönd er í kringum húsið með heitum potti (hitaveitu) og einnig köldum potti.
Góð lofthæð er í húsinu.
ATH. SUMARHÚSIÐ LEIGIST MEÐ ÖLLUM HÚSGÖGNUM
Hestland stendur við golfvöllinn Kiðjaberg sem er sérlega skemmtilegur.
Völlurinn liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í íslenskri náttúru eins og hún gerist best.
Hestland er einnig steinsnar frá Hestvatni sem býður uppá bæði möguleika í veiði og vatnasporti. Þar er einnig tjaldsvæði með rafmagni og snyrtiaðstöðu.
Landeigendafélag er starfandi í hverfinu, hestland.is
Frá Reykjavík er um klukkustundar akstur.
Nánari upplýsingar veita:
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / knutur@helgafellfasteignasala.is
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali s: 898-6822 / kristjan@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.