Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1993
94,2 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Hjólastólaaðgengi
Lyfta
Laus strax
Lýsing
Árskógar 8, Penthouse endaíbúð með aukinni lofthæð á 13 og efstu hæðinni í þessu fallega húsi sem er með góðum svölum og stórum gluggum á tvo vegu og frábæru útsýni.
Hef fengið í einkasölu sérlega bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja og 94.2 fm endaíbúð með frábæru útsýni í suður, vestur og norður frá báðum gluggahliðum íbúðarinnar.
Svalirnar eru um 6,2 fm, snúa í norðvestur og eru með stórkostlegu útsýni.
Búið er að setja svalalokun á margar svalir í húsinu og hægt er að sækja um að fá að loka svölunum á þessari íbúð á svipaðan hátt.
Myndavéla dyrasímakerfi og neyðarhnappa kerfi er í húsinu ásamt því að hægt er að opna hurðar á sameign og stigahúsum með rafmagns spjaldi.
Íbúðin getur verið laus við kaupsamning.
Skilyrði fyrir kaupum á eigninni er að vera í Félagi eldri borgara og vera 60 ára og eldri.
ATH. Hingað til hefur verið hægt að ganga í félagið samhliða kaupum á íbúðum ef kaupendur 60 ára og eldri við kaupin.
Opið hús verður auglýst seinna ef þess þarf.
Til að fá nánari upplýsingar og bóka skoðun á íbúðinni er best að senda tölvupóst á:
Vilhjálm Bjarnason löggiltan fasteignasala: ekkifjarfestir@gmail.com eða senda textaskilaboð í síma 8228183.
Íbúðin er skráð 3ja herb. íbúð á 13. hæð, íbúð 1301, í lyftuhúsi byggðu 1993.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál íbúðarinnar 94,2 fm.
Íbúðarrými er skráð 89,4 fm og sérgeymsla í kjallara er skráð 4,8 fm.
Mögulegt er að setja upp eitt gott herbergi í viðbót með því að setja vegg á milli veggjanna þar sem borðstofan er í dag ef það hentar nýjum eigendum.
Nánari lýsing:
Forstofa og rúmgott hol með parketi á gólfi og góðum skáp.
Baðherbergi með Linoleum dúk á gólfi, hvítar innréttingar með vask í borði og skápum á vegg, sturtuklefi.
Þvottahúsið er fyrir innan baðherbergið og er með Linoleum dúk á gólfi, stórt vinnuborð með vaski og gott skápapláss.
Svefnherbergið er mjög rúmgott með parketi á gólfi, flottur horngluggi og útsýni.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með parketi á gólfi og rúmgóðu fataskáp, upptekið loft, flott útsýni.
OPIÐ RÝMI: Eldhúsið, borðstofan og stofan eru eitt stórt, bjart og opið rými með mjög fallega uppteknu bogadregnu lofti með stórum gluggum bæði á endaveggnum á borðstofunni og stofunni.
Jafnvel væri hægt að setja fallega efri hæð í stóran hluta þessa efra rýmis fyrir til dæmis setustofu og eða koníaksstofu ef það hentar nýjum eigendum.
Eldhúsið er bjart og með mjög mikilli lofthæð sem tengist annars vegar út í borðstofuna og hins vegar yfir í stofuna, parketi á gólfi, hvít og viðar innrétting með tengi fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð, vifta, flísar á milli skápa, áfast borð fyrir c.a. þrjá.
Borðstofan er opin, björt og falleg með mikilli lofthæð og háum glugga, parket á gólfi, mögulegt er að setja þar eitt herbergi í viðbót þar ef það hentar nýjum eigendum.
Stofan er björt og góð með mikilli lofthæð og mjög háum fallegum bogaglugga, parket á gólfi, útgangur á nýlega málaðar svalir með stórkostlegu útsýni. Hægt að setja svalalokun.
Geymsla eignarinnar er á neðstu hæð, er hún skráð 4.8 fm.
Húsgjöld eignar eru núna um 43.000 kr á mánuði
Húsin að Árskógum 6 og 8 virðast hafa fengið gott viðhald í gegnum tíðina að því kemur fram í upplýsingum frá þeim sem sjá um húsfélagið.
Það er ekki langt síðan húsið var yfirfarið og lagað það sem þurfti utan á húsinu og var húsið svo málað í framhaldinu.
Þar að auki kemur fram að nýlega búið að skipta út öllu upprunalega glerinu.
Heitavatnsinntakið ásamt lagnagrind hússins var endurnýjuð fyrir stuttu.
Báðar lyfturnar hafa verið teknar í gegn og drenið er sagt endurnýjað.
- Sameignin, flísalagt andyrið og teppalögðu stigapallarnir er allt mjög snyrtilegt og vel um gengið.
- Tvær lyftur eru hlið við hlið í stigahúsinu að Árskógum 8.
- Húsvörður býr í húsinu og sér um almennt viðhald fyrir bæði Árskóga 6 og 8.
- Skilyrði fyrir kaupum á eigninni er að vera í Félagi eldri borgara og vera 60 ára og eldri.
Hingað til hefur verið hægt að ganga í félagið við kaup á íbúðum félagsins ef kaupendur 60 ára
og eldri en eru ekki í félaginu.
- Mörg sameiginleg bílastæði eru á lóðinni ásamt nokkrum hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.
- Hlutdeild í samkomusalnum á jarðhæðinni og í húsvarðaríbúð fylgir eigninni samkvæmt eignaskiptasamningi.
-Ýmis þjónusta er í boði í húsinu og er þar m.a. matsalur, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa.
-Innangengt er í félagsmiðstöðina Árskóga þar sem er skipulagt félagsstarf á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og þar er mötuneyti og setustofa og hægt er að fá keyptan hádegismat og síðdegiskaffi virka daga.
-Sameiginlegur veislusalur, vinnustofa og salarkynni fyrir félagsstarf er í tengibyggingunni á milli Árskóga 6 og 8 og er mögulegt að fá leigt húsnæði fyrir afmælisveislur og aðra viðburði.
-Innangengt er yfir í hjúkrunarheimilið Skógarbæ sem er í sambyggðu húsi á sömu lóð.
Einnig er púttvöllur utandyra sem íbúar hafa aðgang að.
Stutt er yfir í Mjóddina þar sem er meðal annars hægt að fara í banka, bíóhús, bakarí, heilsugæslu og sérfræðiþjónustu tengda því, Kirkju, matvöruverslun, strætó og ýmsa aðra þjónustu.
Íþróttaaðstaða ÍR er ekki langt frá fyrir þá sem nýtt sér það og eða hafa gaman af því að fylgjast með íþróttum.
Einnig er stutt yfir í nýja og fallega Garðheima húsið og hinn frábæra heilsu matsölustað Spíruna og þar er einnig Vínbúðin.
Hef fengið í einkasölu sérlega bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja og 94.2 fm endaíbúð með frábæru útsýni í suður, vestur og norður frá báðum gluggahliðum íbúðarinnar.
Svalirnar eru um 6,2 fm, snúa í norðvestur og eru með stórkostlegu útsýni.
Búið er að setja svalalokun á margar svalir í húsinu og hægt er að sækja um að fá að loka svölunum á þessari íbúð á svipaðan hátt.
Myndavéla dyrasímakerfi og neyðarhnappa kerfi er í húsinu ásamt því að hægt er að opna hurðar á sameign og stigahúsum með rafmagns spjaldi.
Íbúðin getur verið laus við kaupsamning.
Skilyrði fyrir kaupum á eigninni er að vera í Félagi eldri borgara og vera 60 ára og eldri.
ATH. Hingað til hefur verið hægt að ganga í félagið samhliða kaupum á íbúðum ef kaupendur 60 ára og eldri við kaupin.
Opið hús verður auglýst seinna ef þess þarf.
Til að fá nánari upplýsingar og bóka skoðun á íbúðinni er best að senda tölvupóst á:
Vilhjálm Bjarnason löggiltan fasteignasala: ekkifjarfestir@gmail.com eða senda textaskilaboð í síma 8228183.
Íbúðin er skráð 3ja herb. íbúð á 13. hæð, íbúð 1301, í lyftuhúsi byggðu 1993.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál íbúðarinnar 94,2 fm.
Íbúðarrými er skráð 89,4 fm og sérgeymsla í kjallara er skráð 4,8 fm.
Mögulegt er að setja upp eitt gott herbergi í viðbót með því að setja vegg á milli veggjanna þar sem borðstofan er í dag ef það hentar nýjum eigendum.
Nánari lýsing:
Forstofa og rúmgott hol með parketi á gólfi og góðum skáp.
Baðherbergi með Linoleum dúk á gólfi, hvítar innréttingar með vask í borði og skápum á vegg, sturtuklefi.
Þvottahúsið er fyrir innan baðherbergið og er með Linoleum dúk á gólfi, stórt vinnuborð með vaski og gott skápapláss.
Svefnherbergið er mjög rúmgott með parketi á gólfi, flottur horngluggi og útsýni.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með parketi á gólfi og rúmgóðu fataskáp, upptekið loft, flott útsýni.
OPIÐ RÝMI: Eldhúsið, borðstofan og stofan eru eitt stórt, bjart og opið rými með mjög fallega uppteknu bogadregnu lofti með stórum gluggum bæði á endaveggnum á borðstofunni og stofunni.
Jafnvel væri hægt að setja fallega efri hæð í stóran hluta þessa efra rýmis fyrir til dæmis setustofu og eða koníaksstofu ef það hentar nýjum eigendum.
Eldhúsið er bjart og með mjög mikilli lofthæð sem tengist annars vegar út í borðstofuna og hins vegar yfir í stofuna, parketi á gólfi, hvít og viðar innrétting með tengi fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð, vifta, flísar á milli skápa, áfast borð fyrir c.a. þrjá.
Borðstofan er opin, björt og falleg með mikilli lofthæð og háum glugga, parket á gólfi, mögulegt er að setja þar eitt herbergi í viðbót þar ef það hentar nýjum eigendum.
Stofan er björt og góð með mikilli lofthæð og mjög háum fallegum bogaglugga, parket á gólfi, útgangur á nýlega málaðar svalir með stórkostlegu útsýni. Hægt að setja svalalokun.
Geymsla eignarinnar er á neðstu hæð, er hún skráð 4.8 fm.
Húsgjöld eignar eru núna um 43.000 kr á mánuði
Húsin að Árskógum 6 og 8 virðast hafa fengið gott viðhald í gegnum tíðina að því kemur fram í upplýsingum frá þeim sem sjá um húsfélagið.
Það er ekki langt síðan húsið var yfirfarið og lagað það sem þurfti utan á húsinu og var húsið svo málað í framhaldinu.
Þar að auki kemur fram að nýlega búið að skipta út öllu upprunalega glerinu.
Heitavatnsinntakið ásamt lagnagrind hússins var endurnýjuð fyrir stuttu.
Báðar lyfturnar hafa verið teknar í gegn og drenið er sagt endurnýjað.
- Sameignin, flísalagt andyrið og teppalögðu stigapallarnir er allt mjög snyrtilegt og vel um gengið.
- Tvær lyftur eru hlið við hlið í stigahúsinu að Árskógum 8.
- Húsvörður býr í húsinu og sér um almennt viðhald fyrir bæði Árskóga 6 og 8.
- Skilyrði fyrir kaupum á eigninni er að vera í Félagi eldri borgara og vera 60 ára og eldri.
Hingað til hefur verið hægt að ganga í félagið við kaup á íbúðum félagsins ef kaupendur 60 ára
og eldri en eru ekki í félaginu.
- Mörg sameiginleg bílastæði eru á lóðinni ásamt nokkrum hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.
- Hlutdeild í samkomusalnum á jarðhæðinni og í húsvarðaríbúð fylgir eigninni samkvæmt eignaskiptasamningi.
-Ýmis þjónusta er í boði í húsinu og er þar m.a. matsalur, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa.
-Innangengt er í félagsmiðstöðina Árskóga þar sem er skipulagt félagsstarf á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og þar er mötuneyti og setustofa og hægt er að fá keyptan hádegismat og síðdegiskaffi virka daga.
-Sameiginlegur veislusalur, vinnustofa og salarkynni fyrir félagsstarf er í tengibyggingunni á milli Árskóga 6 og 8 og er mögulegt að fá leigt húsnæði fyrir afmælisveislur og aðra viðburði.
-Innangengt er yfir í hjúkrunarheimilið Skógarbæ sem er í sambyggðu húsi á sömu lóð.
Einnig er púttvöllur utandyra sem íbúar hafa aðgang að.
Stutt er yfir í Mjóddina þar sem er meðal annars hægt að fara í banka, bíóhús, bakarí, heilsugæslu og sérfræðiþjónustu tengda því, Kirkju, matvöruverslun, strætó og ýmsa aðra þjónustu.
Íþróttaaðstaða ÍR er ekki langt frá fyrir þá sem nýtt sér það og eða hafa gaman af því að fylgjast með íþróttum.
Einnig er stutt yfir í nýja og fallega Garðheima húsið og hinn frábæra heilsu matsölustað Spíruna og þar er einnig Vínbúðin.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. apr. 2020
46.200.000 kr.
49.700.000 kr.
94.2 m²
527.601 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025