Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 1945
svg
121,8 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

Domusnova fasteignasala  og Sölvi Sævarsson lgf, kynna í enkasölu: Virkilega snoturt og mikið endurnýjað einbýlishús með aukaíbúð í vinsælu hverfi við Hellisgötu 27 skammt frá Hellisgerði í norðurbæ Hafnafjarðar.  Húsið er einstaklega vel skipulagt á tveimur hæðum. Þrjú svefnherbergi eru á efri hæð hússins. Á neðri hæð hússins er einstaklingsíbúð og sérstæður upphitaður 17,6 m² geymsluskúr framan við hús. Lóðin er vel skipulögð með góðum sólpöllum og skjólveggjum ásamt 7 fm óskráðri útigeymslu og góðum geymslurýmum fyrir grill og garðhúsgögn. 

EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA

Eignin er í heild skráð  121,8 m² skv. Hms, þar af er íbúð neðri hæðar skráð 23,5 m².
Fasteignamat ársins 2026 er 85.900.000 kr.


Aðkoma að húsi er um fallegt hlið að efri hæð þar sem er fremra anddyri, óskráð forstofa með tveimur hurðum. Gengið er úr forstofu út á snyrtilega verönd í suður þar sem er sólpallur með góðum geymsluskúrum. Skjólgirðingar eru kringum sólpallinn sem afmarka lóð að lóðum nærliggjandi húsa.
 
Efri hæðinn skiptist í: Forstofu, innra anddyri, stofu, eldhús og þrjú svefnherbergi ásamt baðherbergi á herbergisgangi.
Neðri hæð skiptist í: Einstaklingsíbúð 23,5 m² sem skiptist í lítið anddyri, eldhúsrými og svefnherbergi inn af eldhúsrými.
Rúmgóður 17,6 m² geymsluskúr er á lóð framnan við hús sem hefur verið nýttur sem vinnu/geymsluskúr með góðri aðstöðu fyrir þvottavél og þurkara.

Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Nánari lýsing:
Aðalíbúð á efri hæð.
Forstofa/ anddyri – Fremra anddyri með flísum á gólfi og hurð út á sólpall í suður.
Anddyri/hol – Fataskápar með ágætis plássi og flísar á gólfi. Gott rými fyrir bekk og skóskáp í forstofu. Einnig eru fataskápar frá Ikea í holi inn af anddyri.
Stofa og borðstofa – Á vinstri hönd inn af anddyri með gluggum á tvær hliðar, hljóðþiljur á vegg og parket á gólfi.
Eldhús – Við hlið stofu beint inn af anddyri með nýlegri Ikea eldhúsinnréttingu frá 2023. Innréttingin er úr dökkum við með límtrésborðplötum. Gott vinnu- og skáparými í eldhúsi. Flísaþiljur á vegg á milli efri og neðri skápa, amerískur ísskápur sem fylgir eigninni ásamt bakar- og örbylgjuofni. Innbyggð uppþvottavél í innréttingu sem fylgir. Borðkrókur í eldhúsi og harðparket á gólfi. Gott útsýni er úr eldhúsglugga í vestur.
Á herbergisgangi eru þrjú svefnherbergi ásamt baðherbergi, parket á gangi.
Hjónaherbergi – Fataskápur og parket á gólfi.
Barnaherbergin – Eru tvö bæði með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi – Flísar á veggjum og gólfi, upphengt innfellt salerni á vegg, flísalagður sturtuklefi, ágætlega stór baðinnrétting, handklæðaskápur og rými fyrir þvottavél undir borðplötu. Handklæðaofn á vegg og opnanlegur gluggi á baðherbergi.
Innréttingar og gólfefni: Innihurðar eru hvítar með fulningum og fallegum breiðum gereftum. Hljóðþiljur á veggjum í stofu og herbergjum að hluta sem gefa rýmunum hlýleika og góða hljóðdempun. Vönduð og vegleg eldhúsinnrétting frá Ikea. Harðparket á flestum rýmum að undanskildum votrýmum og anddyri þar sem eru flísar.

Lóð og pallar: Frá anddyri efri hæðar er farið út í garð þar sem eru góðir sólpallar með skjólveggjum sem afmarka lóð nærliggjandi húsa. Góður geymsluskúr c.a 7 fm er á lóð í suður einngi eru minni geymsluskúrar fyrri grill og annan búnað. Hægt er að fara af palli efri hæðar niður tröppur að eintsklingsíbúð neðri hæðar, einnig er aðgengi að henni frá lóð að framan þar sem er innkeyrsla við hlið geymsluskúrs.

Einstaklingsíbúð á neðri hæð:
Anddyri – Flísar á gólfi og fataskápur á vinstri hönd.
Baðherbergi – Á hægri hönd við anddyri. Flísar á veggjum við sturturými og við innréttingu. Flísar á gólfi og inni í sturturými. Innrétting undir handlaug og spegill þar fyrir ofan og skápur á vegg. Upphengt salerni á vegg og handklæðaofn þar fyrir ofan.
Eldhúsrými -  með hvítri innréttingu sem hefur verið endurnýjuð, bakarofn í innréttingu, innbyggð uppþvottavél og rými fyrir örbylgjuofn ofan við ísskáp. þykkt gegnheilt plastefni á gólfi og lítill borðkrókur með borðplötu áfasta á vegg.
Herbergi – Inn af eldhúsrými með fataskáp og harðparketi á gólfi. Opnanlegur gluggi á herbergi.
Innréttingar og gólfefni: Hvít eldhúsinnrétting, Innihurðar eru hvítar með fulningum. Gólfefni er harðparket, þykkt plastefni/vinylefni frá Bauhaus og flísar á votrýmum.
 
Nánasta umhverfi:
Stutt í leikskóla (Hjalli leikskóla) og grunnskóla (Víðistaðaskóla) og Víðistaðatún. Stutt í alla almenna verslun og þjónustu í miðbæ Hafnafjarðar. Góð útivistasvæði og fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni og að Hellisgerði sem er skammt frá.

Framkvæmdasaga síðustu ára, upplýsingar frá eigendum:
- Frárennslislagnir og skolp var endurnýjað árið 2005.
- Neystluvatnslagnir endurnýjaðar árið 2005.
- Rafmagnstafla yfirfarin og rofar og tenglar endurnýjaðir árið 2107.
- Gluggar í viðbyggingu efri hæðar endurnýjaðir árið 2017.
- Útigeymsla framan við hús yfirfarinn og lagfærð að mestu árið 2017.
- Innréttingar og gólfefni í einstaklingsíbúð á neðri hæð endurnýjað árið 2019.
 
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 79.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.

 

Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone
Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone