Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Þorbjörnsson
Kristinn Sigurbjörnsson
Haukur Andreasson
Elín Frímannsdóttir
Sigurjón Rúnarsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2000
svg
218,2 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni

Lýsing

ALLT fasteignasala kynnir glæsilegt 182,4 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum 35,8 fm bílskúr - samtals 218,2 fm.
Að auki er óskráð rými yfir hluta efri hæðar og bílskúrs, þar sem gólfflötur er á bilinu 40-50 fm
Eignin stendur á eignarlóð nærri sjávarsíðunni í Sandgerði og býður upp á glæsilegt útsýni og afar stutt í ósnerta náttúru.
Einstakt útsýni - virkilega snyrtileg eign sem vert er að skoða.  


Nánari upplýsingar:
Elín Frímann lfs s: 560-5521 og tölvupóst elin@allt.is


Neðri hæð:
Flísalögð forstofa með góðum skáp.
Parketlagt hol og stofa.
Eldhús með dökkri innréttingu, flísum á gólfi og milli skápa, vönduð og nýleg tæki. Útgengt á verönd.
Baðherbergi með flísum í hólf og gólf, nýleg grá innrétting, stór skápur, baðkar með sturtu, upphengt salerni og handklæðaofn
Tvö parketlögð svefnherbergi - hjónaherbergi með skáp og útgengt á verönd, annað herbergið er nýtt í dag sem sjónvarpsherbergi.
Flísalagt þvottahús með skáp og aðstöðu fyrir þvottavél/þurrkara. Útgengt á lóð.

Efri hæð:
Parketlagt hol og setustofa
Baðherbergi með flísum, nýlegri innréttingu, nýlegum sturtuklefa og upphengdu salerni
Tvö parketlögð svefnherbergi
Háaloft (óskráð) yfir efri hæð - parketlagt og aðgengi með loftastiga. Hægt að nýta sem íverurými.

Aðstaða og lóð:
Innangengt í fullbúinn bílskúr með hita og rafmagni - háaloft yfir öllum bílskúrnum og þriggjafasa rafmagn. 
Stór hellulögð innkeyrsla
Afgirt og grasilögð lóð
Stór og góð afgirt verönd á baklóð
Útsýni út að sjó

Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.

ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

img
Elín Frímannsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
ALLT fasteignasala – Reykjanesbær & Hafnarfjörður
ALLT fasteignasala – Reykjanesbær & Hafnarfjörður

ALLT fasteignasala – Reykjanesbær & Hafnarfjörður

phone
img

Elín Frímannsdóttir

Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. ágú. 2020
50.850.000 kr.
54.500.000 kr.
218.2 m²
249.771 kr.
28. okt. 2019
45.050.000 kr.
54.000.000 kr.
218.2 m²
247.479 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
ALLT fasteignasala – Reykjanesbær & Hafnarfjörður

ALLT fasteignasala – Reykjanesbær & Hafnarfjörður

phone

Elín Frímannsdóttir