Lýsing
Eignin Hornbrekkuvegur 10 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4111, birt stærð 118.5 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Um er að ræða einbýlishús með frábæru útsýni, garðskála og tveimur sérbílastæðum. Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi, borðstofu, búri, stofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. Sér útgangur er á neðri hæð eignarinnar út í garð. Eignin hefur verið talsvert uppgerð eins og vatnslagnir fyrir utan baðkar, garðskáli, drenað frá eigninni ofan við götu, sett vatnshitakerfi, eldhús og gólfefni.
Garðskáli var byggður við eignina sunnan við með gleri og hellum á gólfi. Gengið er beint út á timburpall frá garðskála. Hita lagnir hafa verið lagðar framan við eignina og í annað bílastæðið.
Forstofa: er flísalögð með fatahengi.
Eldhús: er með hvítum innréttingum og hvítri borðplötu. Frábært útsýni er úr eldhúsi.
Borðstofa: liggur út frá eldhúsi með frábæru útsýni og parket á gólfi.
Búr: er inn af eldhúsi með ágætis hillu plássi og aðgangi niður steyptan stiga með parketi á neðri hæð.
Stofa: er parketlögð með aðgang að garðskála og timburpalli í suður.
Svefnherbergi: eru þrjú í heildina. Tvö á efri hæð og eitt á neðri hæð. Öll með parket á gólfi.
Baðherbergi: er með innréttingu, baðkari, salerni, vask og handklæðaofn. Dúkur er á gólfi.
Þvottahús: er rúmgott á neðri hæð eignarinnar með steyptu máluðu gólfi og hillum.
Geymsla: er inn af þvottahúsi með steyptu máluðu gólfi.
Garður: er gróinn með steyptum vegg í kring og liggur beint við Skíðastökkpallinn á Ólafsfirði.
Bílastæði: eru tvö, sitthvoru megin við eignina en hitalagnir liggja í annað þeirra.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.