Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Steinunn Sigmundsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1972
101,6 m²
5 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Laus strax
Opið hús: 3. október 2025
kl. 18:00
til 18:30
Opið hús: Lundarbrekka 16. Eignin verður sýnd föstudaginn 3. október kl. 18:00 til kl. 18:30.
Lýsing
DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Lundarbrekka 16 í Kópavogi - LAUS STRAX!OPIÐ HÚS FÖSTUDAGINN 3 OKTÓBER NK. KLUKKAN 18:00 TIL 18:30
Björt 4-5 herbergja íbúð á efstu hæð (íbúð 0302) með auka herbergi í kjallara sem hægt er að leigja út.
Íbúðin sjálf er 92 fm, herbergið sem fylgir íbúðinni er á jarðhæð hússins er 9,6 fm. Samtals eru þetta 101,6 fm.
Einnig fylgir íbúðinni rúmgóð geymsla í sameign sem ekki er inni í heildar fm eignarinnar.
* Leigutekjur hugsanlegar - rúmgott 9,6 fm herbergi í kjallara með harðparket á gólfi og aðgengi að salerni og sturtu.
* 3 svefnherbergi eru innan íbúðar
* Stórkostlegt útsýni er úr íbúðinni
* Rúmgott þvottahús með glugga og veglegri innréttingu
* Búið er að endurnýja tæki í eldhúsi.
* Sameign var nýlega tekin í gegn, nýtt teppi er á stiga og sameign máluð.
* Nýlegt dyrasímakerfi með myndavél
* Húsið var nýlega sprunguviðgert að utan
* Allar innréttingar og skápar innan íbúðar eru úr hvíttaðri eik
* Merkt bílastæði & næg ómerkt stæði
* Rúmgóð geymsla í kjallara með hillum
Lýsing á eign;
Gengið er inn í snyrtilega sameign, stigagangurinn var nýlega málaður og teppalagður.
Forstofan er með korkflísum á gólfi.
Stofan er opin og björt, horngluggi er í stofunni með einstöku útsýni, hægt er að ganga út á norður svalir frá stofu, eikarparket er á stofu.
Eldhúsið er með rúmgóðri innréttingu úr hvíttaðri eik, gott skápapláss, nýlegur bakaraofn og uppþvottavél. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingunni. Góður borðkrókur er í eldhúsinu undir glugga með stórbrotnu útsýni, korkflísar eru á gólfi.
Inn af eldhúsi er þvottahús, þar er vegleg innrétting með miklu skápaplássi, skolvask og aðstöðu fyrir þvottavél og þurkara í vinnuhæð. Opnanlegur gluggi er í þvottahúsi og dúkur á gólfi.
3 svefnherbergi eru innan íbúðar, Hjónaherbergið er mjög rúmgott með veglegum skáp með rennihurðum, eikar parket er á gólfi. Útgengt er á litlar svalir sem snúa í suður.
Barnaherbergin eru 2, bæði með eikar parketi á gólfum.
Baðherbergið er með flísum á gólfi, baðkari og innréttingu með vask ásamt upphengdu salerni og handklæðaofn.
Herbergið í kjallara er eins og áður segir 9,6 fm. Þar er möguleiki á að vera með nuddaðstöðu - snyrtiaðstöðu - útleigu - auka herbergi fyrir unglinginn. Salernis aðstaða er á hæðinni ásamt sturtuaðstöðu.
Húsið var nýlega sprunguviðgert að utan þar sem þess þurfti, einnig var verið að leggja lokahönd á að endurnýja teppi og mála stigaganginn.
Hjóla og vagnageymsla er á jarðhæð hússins.
Þetta er vel staðsett og rúmgóð fjölskyldu eign með einstöku útsýni yfir borgina.
Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á steinunn@dixon.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
7. okt. 2015
23.200.000 kr.
25.000.000 kr.
101.6 m²
246.063 kr.
13. feb. 2012
18.800.000 kr.
23.000.000 kr.
101.6 m²
226.378 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025