Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Þórólfsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Jason Kristinn Ólafsson
Sverrir Pálmason
Vista
svg

42

svg

40  Skoðendur

svg

Skráð  28. sep. 2025

fjölbýlishús

Maríugata 1

210 Garðabær

66.900.000 kr.

991.111 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2522020

Fasteignamat

63.300.000 kr.

Brunabótamat

44.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2023
svg
67,5 m²
svg
2 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta
Opið hús: 2. október 2025 kl. 16:15 til 17:00

Opið hús: Maríugata 1, 210 Garðabær, Íbúð merkt: 01 04 04. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 2. október 2025 milli kl. 16:15 og kl. 17:00.

Lýsing

Hreiðar Levý lögg. fasteignasali og Betri Stofan Fasteignasala kynna fallega, bjarta og vel hannaða 67,5fm, 2ja herbergja útsýnisíbúð á 4.hæð í nýlegu lyftuhúsi byggðu 2023 að Maríugötu 1, 210 Garðabær, nánar tiltekið eign merkt 04-04, fastanúmer 252-2020 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Húsið er byggt úr staðsteyptri steinsteypu og einangrað að utan og klætt með álklæðningu. Í húsinu eru 24 íbúðir á 6 hæðum. Úti inni arkitektar teiknuðu og hönnuðu húsið. Aðalhönnuður Baldur Svavarsson arkitekt. Helgi í Lumex sá um lýsingahönnun. Ljós eru innbyggð að hluta, kubbaljós, ljósakúplar og kastarar fylgja.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is

Fasteignamat fyrir árið 2026 skv. HMS er 66.250.000kr

Íbúðin er afar vel hönnuð og skiptist í forstofu / gang, baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, rúmgott svefnherbergi með góðu skápaplássi, opið og bjart alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu með útgengi út á svalir til suðvesturs. Stofurými er afar bjart og fallegt með stórum gólfsíðum gluggum í 2 áttir, suðurs og vesturs. Afar fallegt útsýni er úr íbúðinni til sjávar, yfir Heiðmörk og þegar skyggni er gott út á Snæfellsjökul. Vandaðar innréttingar frá þýska gæðamerkinu Nobilia sem GKS er með umboð fyrir. Fataskápar eru frá Parka. Innbyggður ísskápur með frysti, span helluborð ásamt blásturbakarasofni eru frá AEG, vifta fyrir ofan helluborð er frá Gíra. Blöndunartækin eru frá Tengi en svört blöndunartæki frá GKS.


Eignin Maríugata 1 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 252-2020, birt stærð 67.5 fm, þar af er sér geymsla eignar merkt 0108, skráð 4,3fm.

Frábær staðsetning nálægt Urriðaholtsskóla, sem er grunn- og leikskóli hverfisins. Einn besti golfvöllur landsins (Oddur) er í göngufæri og sömuleiðis útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarhrauni og við Urriðavatn. Efst á Háholti er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu s.s verslun, heilsugæslu, skólum og íþróttamannvirkjum.


Hitakostnaður íbúða er reiknaður út frá brúttórúmmáli upphitaðra rýma sameignar og séreigna. Brúttórúmmál sameignar er skipt jafnt samkvæmt fjölda séreigna og bætt við rúmmál séreigna. Hlutfall eignar í heildar hitakostnaði er 3,28% fyrir Maríugötu 1.

Sér rafmagnsmælir er fyrir hverja séreign. Rafmagnskostnaður í sameign skiptist jafnt samkvæmt fjölda eigna eða í 24 jafna hluta.

Nánari Lýsing:

Forstofa: Með 4 földum yfirhafnaskáp.
Baðherbergi: Flíslagt í hólf og gólf. Opin sturta með innbyggðum blöndunartækjum og sturtugleri. Hvít innrétting með skúffum, handlaug og speglaskáp. Upphengt salerni og handklæðaofn. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Alrými: Rúmgott og bjart með samliggjandi stofu og eldhúsi. Stórir fallegir gólfsíðir gluggar í tvær áttir setja mikinn svip á alrýmið. Stórbrotið útsýni út um gluggana út á haf, út á náttúruparadísina Heiðmörk og þegar skyggni ágætt út á Snæfellsjökul.
Stofa: Samliggjandi eldhúsi. Opin og björt. Útgengt út á suðvestur svalir.
Eldhús: Innrétting með eftir og neðri skápum. Innrétting frá þýska gæðamerkinu Nobilia. Öll raftæki eru frá AEG, bakaraofn, ísskápur með frysti, spanhelluborð og uppþvottavél, nema háfur er frá Gíra. 
með fataskáp.
Geymsla: Á 1.hæð, 4,3fm.

Falleg, björt og vel hönnuð 2ja herbergja útsýnisíbúð á 4. hæð í nýlegu lyftuhúsi. Frábær staðsetning í Urriðaholtinu með gólfvöll í nokkra metra göngufæri ásamt einstöku útivistarsvæði í útivistarperlunni Heiðmörk. Þá er Urriðaholtsskóli sem er bæði leik- og grunnskóli einnig í nokkra mínútna göngufjarlægð. Stutt er í fjölbreytta verslun og þjónustu í Kauptúni og ekki má gleymi kaffihúsinu og vínbarnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholtinu í aðeins nokkra mínútna göngufjarlægð.

Skipulag Urriðaholts tekur mið af einstökum landgæðum sem felast meðal annars í miklu útsýni og möguleikum til útivistar með fjölbreyttri náttúru allt í kring. Vandað net gönguleiða í og umhverfis Urriðaholt gerir svæðið einkar aðlaðandi til útivistar þar sem má finna fallegar göngu- og reiðhjólaleiðum. Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi þar sem skipulagið hefur verið metið og vottað samkvæmt vistvottunarkerfi BREEAM Communities. Með því er staðfest að í skipulaginu er gott umhverfi fyrir íbúa, náttúru og vinnustaði haft að leiðarljósi.


Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is.





Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. des. 2023
59.100.000 kr.
58.000.000 kr.
67.5 m²
859.259 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone