Lýsing
Um er að ræða mikið endurnýjaða 107 fm 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum með sér inngangi og tveimur baðherbergjum.
Neðri hæðin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, stofu, stigahol og opið eldhús. Efri hæðin skiptist í þrjú svefnherbergi og baðherbergi með góðri þvottaaðstöðu.
Nýlegar endurbætur á eigninni eru eftirfarandi:
Innan íbúðar:
Baðherbergi endurnýjað (2021)
Nýtt parket lagt á alla íbúðina (2020)
Útveggur við svalir endurnýjaður (2020)
Eldhús endurnýjað að hluta (2020)
Þakgluggi endurnýjaður (2019)
Framkvæmdir utanhúss:
Sprunguviðgerðir (sumar 2025)
Hleðslustöðvar settar upp (sumar 2025)
Geymsluskúrar klæddir að utan (sumar 2024).
Nánari lýsing:
Á neðri hæðinni er komið inn um sérinngang inn í flísalagða forstofu. Gesta snyrtingin er þar og er hún flísalögð, og með viðar innréttingu og skemmtilegu veggfóðri.
Stofan, borðstofan og eldhúsið er í mjög rúmgóðu og björtu opnu rými. Þar er nýlegt parket á öllu. Eldhústækin eru frá Electrolux, þ.e. helluborð, ofn og vifta.
Á efri hæðinni er parketlagður gangur og nýlegur þakgluggi yfir stigaopinu. Svefnherbergin eru 3, öll parketlögð og rúmgóð. Fataskápar eru í tveimur herbergjanna. Útgengt er á suðursvalir frá öðru barnaherbergjanna. Baðherbergið var endurnýjað árið 2021 og er það flísalagt með bæði baðkari og sturtu. Gluggi er á baðherberginu og þar er einnig góð þvottaaðstaða.
Eigninni fylgir sérgeymsla sem er rúmlega 5 fm. Þá er sameiginleg 32 fm hjólageymsla í sérbyggðu húsi framan við innganga.
Þettta er falleg og björt íbúð með glæsilegu útsýni sem hefur verið talsvert endurnýjuð.
Íbúðin er staðsett í fjölskylduvænu hverfi í göngufæri við leikskóla og grunnskóla, auk þess er stutt á golfvöll og útivistarsvæði.
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.