Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallega og vel skipulagða 3ja/4ra herbergja íbúð á efstu hæð við Bólstaðarhlíð 48, 105 Reykjavík. Eignin er skráð samtals 92,4 fermetrar, þar af er sérgeymsla í kjallara 5,8 fermetrar. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu og stofu, svalir, hjónaherbergi og auka svefnherbergi.
Bókið skoðun hjá Gabriel Mána Hallssyni lögg. fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is
Nánari lýsing
Gengið er inn í forstofu með rúmgóðum innfeldum skáp sem nær til lofts. Þaðan er opið inn í bjart alrými með rúmgóðri stofu og borðstofu, útgengt á svalir sem snúa í vestur. Svefnherbergin eru í stitthvorum enda íbúðarinnar. Hjónaherbergið er á austurhlið og er vel rúmt, með stórum fataskápum úr ljósum við sem ná til lofts. Auka herbergið er inn af stofu er er á vesturhlið, með rúmgóðum fataskápum úr ljósum viðarlit sem ná til lofts. Við hliðina á hjónaherbegi er baðherbergi með gólfhita, opnanlegum glugga, ljósum flísum, vegghengdri salernisskál, baðkar með sturtu og sturtugleri, krómarður handklæðaofn, lítil hvít innrétting með handlaug og speglaskáp að ofanverðu. Eldhúsið er í ser rými, innréttingar til lofts með miklu skápaplássi, filmuð viðarplata í borðum, opnanlegur gluggi með útsýni til austurs. Komið hefur verið fyrir stæði fyrir þvottavél og þurrkara innan eldhússins.
Eignin er teiknuð sem 4ra herbergja en hefur verið breytt í 3ja herb, svefnherbergi var þar sem borðstofan er nú.
Eigninni fylgir sérgeymsla í kjallara þar sem sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, þvottahús og þurrkherbergi eru.
Gólfefni: Fallegur korkur frá Þ. Þorgrímsson í öllum rýmum nema í aukaherbergi þar sem er plastparket og fallegar ljósar flísar á gólfum og veggjum á baðherbergi.
Allir skápar/innréttingar eru sérsmíðaðar frá Axis. Innihurðar endurnýjaðar, keyptar frá Egill Árnason.
Allar nánari upplýsingar veitir Gabriel Máni Hallsson lögg. fasteignasali í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is