Lýsing
Mjög falleg 155,8 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi við Efstaleiti 12 í Reykjavík. Stæði í bílageymslu fylgir. Flísalagðar suðursvalir. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni m.a. sjávar- og fjallasýn Íbúðin skiptist m.a. í stóra stofu (stofu/borðstofu), opið herbergi innaf stofum, eldhús, svefnherbergi, opið herbergi inn af svefnherbergisgangi, baðherbergi, gestasnyrting, þvottahús og forstofu. Sér 11 fm geymsla fylgir í kjallara. Einstaklega vönduð sameign. Húsvörður er í húsinu. Efstaleiti 10-14 er teiknað af Garðari Halldórssyni arkitekt og Ingimundi Sveinssyni arkitekt.
Nánari upplýsingar:
Kristján Baldursson lgf. í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is
Auðun Ólafsson lgf. í síma 894-1976 eða á netfanginu audun@trausti.is
Nánari lýsing:
Komið er inn í parketlagða forstofu með skápum. Gestasnyrting með parket á gólfi. Þvottahús með innréttinginu. Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi og innaf stofum er opið herbergi, nýtt sem sjónvarpsherbergi í dag. Parket á gólfum. Úr eldhúsi er gengið út á flísalagðar suðursvalir (suðvestur). Glæsilegt útsýni m.a. sjávar- og fjallasýn. Eldhúsið er parketlagt og með eikar innréttingu með borðplötu úr steini.. Borðkrókur er í eldhúsi. Tengi fyrir uppþvottavél. Svefnherbergi með rennihurðafataskáp, parket á gólfi. Inn af svefnherbergisgangi er opið herbergi sem nýtist sem vinnuaðstaða eða fyrir sjónvarp. Baðherbergið er flísalagt. tveir vaskar og sturta. Innaf forstofu er þvotthús með innréttingu.
Bílastæði í bílageymslu þar sem búið er að leggja fyrir rafhleðslustöð. Sér geymsla í sameign er 11 fm.
Mikil sameign er í húsinu m.a. samkomusalur, setustofa, líkamsræktarsalur, sundlaug, heitir pottar, gufubað og fleira. Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík. Örstutt í verslanir og alla helstu þjónustu. Útivistarsvæði og fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar:
Kristján Baldursson lgf. í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is
Auðun Ólafsson lgf. í síma 894-1976 eða á netfanginu audun@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.