Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Upplýsingar
svg
0 m²
svg
0 herb.

Lýsing

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550-3000 er með til sölu Sauðeyjar í Vesturbyggð. Fasteignanúmer F233-6951 og landeignanúmer L205465
Sauðeyjar, í norðvesturhluta Vestureyja, eru hinar einu þeirra, sem heyrðu ekki til Flateyjarhreppi. Ingjaldur Sauðeyjargoði er nefndur í Laxdælu. Síðan er lítið vitað um byggð í Sauðeyjum fram undir aldamótin 1700. Líklega var búið í Sauðeyjum alla 18. og 19. öld og allt fram til 1930. Það var ekki auðvelt vegna skorts á vatsbóli og lending var erfið. Eggert Ólafsson bjó þar um tíma um miðja 18. öld, áður en hann fluttist til Hergilseyjar. Heimaeyjan og næstu úteyjar liggja í réttan hálfhring líkt og barmur sokkins eldgígs, u.þ.b. ½ km í þvermál og opnast til austurs. Heimaeyjan er á norðurendanum og stærsta úteyjan, Þórisey á suðurendanum. Aðrar úteyjar eru m.a. Háey og Skarfey en Kiðhómar eru lengra til vesturs. Norðaustan heimaeyjarinnar eru m.a. Rauðsdalshólmar og Æðarsker. Byggðin og túnið á heimaeyjunni var á vesturenda hennar og lendingin niður undan gamla bæjarstæðinu á sunnanverðri eyjunni. Sauðeyjar fóru fyrstar Vestureyja í eyði, ef Stagley er undanskilin. Vatnsleysið mun aðallega hafa valdið því. Stundum varð að flytja kýr til lands vegna þess eða flytja vatn úr landi til heimilisnota. Bændur í Haga hafa nýtt Sauðeyjar síðan þær fóru í eyði.
Tilboð óskast.

Lýsing úr landamerkjaská jarðarinnar Sauðeyja í Barðastrandahreppi innan Barðastandasýslu
1. Að sunnanverðu skilur svokallaða Sauðeyjaráttar liggur frá hafi austur úr honum mitt sundið milli flötuflögu og útboða og beint í austur mitt á milli Kviðhólma og lofthæða og inneftir því sundi miðju millum dýratinds og Pretskerja.
2. Að austanverður skilur mitt sundið milli díratinds og Prestskerja og beint í austnorður milli Suðurskerja og Oddleifseyjar of frá til norðurs eftir miðjum flóanum milli Hestsskers og æðaskersboða og svo norður í miðjan flóann milli æðarskers og Hamarseyja.
3. Að norðan verðu skilur miður flóinn millum æðaskersboða og Engeyjar og svo vestur eftir miðju sundinn millum Rauðsdalshólma og Sauðanes og svo í vestur mitt á milli Sauðeyjar og Anórstaða og mitt á milli Rauðsdalsklaufar og Glænefs.
4. Að vestanverður skilur mitt sundið milli Glænefs og stórfiskaskers og beigist svo til suðvesturs mitt á milli Glænefs og Hagadropsskerja og svo í beinni línu út Breiðafjörð til hafs. Allar þær eyjar og sker stór og smá sem eru inann framanskrifaðar landamerkjalínu tilheyra jöðrínni Sauðeyjar. Ítök er Sauðeyjum fylgja í öðrum jörður er skógarhögg til eigin nota í svokallaðri Vatnsdalsmörk og er það í þeim hluta er Hagakrirkja tilheyrir engar jarðir eiga ítök í Sauðeyjum.
 
Tilvísunarnúmer 10-2658
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang: 
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is / jardir.is fasteignir.is mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali  gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 ulfar@fasteignamidstodin.is  
           
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur