Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björn Guðmundsson
Berglind Jónasardóttir
Greta Huld Mellado
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2003
svg
135,8 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta

Lýsing

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Skálateigur 5 - 107

Björt fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum á jarðhæð í fjölbýli með lyftu. Glæsilegt útsýni um gólfsíða glugga í alrými er til austurs. Eignin er samtals 135,8 fm. og fylgir sér geymsla í sameign og sér bílastæði í bílageymslu.

Eignin er á tveimur hæðum og skiptist með eftirfarandi hætti; Efri hæð, forstofa, þvottahús, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, borðstofa og stofa. Neðri hæð, tvö svefnherbergi og baðherbergi. 

Forstofa með flísum á gólfi, góður skápur í forstofu.  
Þvottahús er innangengt úr forstofu, flísar á gólfi og með glugga. Bekkplata við vask og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergin eru þrjú öll með parketi á gólfi og góðum skápum upp. Eitt herbergið er á efri hæð og tvö á neðri. 
Baðherbergin eru tvö bæði með flísum á gólfi og veggjum að mestu, góð innrétting og handklæðaofn í báðum, wc upphengt. Á baðherbergi efri hæðar er baðkar en sturta á neðri hæðinni. 
Eldhúsið er opið og bjart og með innréttingu á vegg og eyju. Stæði fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu á vegg en helluborð, háfur og bakaraofn í eyju. Mjög mikið og gott skápapláss.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými og eru þar gluggar niður í gólf með flottu útsýni til austurs. Parket er á gólfi. Glæsilegt glerhandrið við stigaopið skilur eldhús og borðstofu aðeins af frá stofu. Hátt er til lofts í alrými á efri hæðinni. 
Stigi milli hæða með kókosteppi.
Undir stiga er gott rými sem getur nýst sem vinnu-, tölvu- eða leikkrókur.  

Af neðri hæð er útgengi út á hellulagða verönd til austurs og þar hægt að ganga beint út á sameiginlega lóð. 

Góð eign í rólegu og afar snyrtilegu fjölbýli með lyftu.

Annað:
-Hiti í gólfum
-Lofthæð efri hæðar er 278 cm og 257 cm á neðri hæð. 
-Skápar í svefnherbergjum ná upp í loft 
-Þvottaaðstaða fyrir bíla í bílakjallaranum og dekkjageymsla
-Möguleiki að koma fyrir hleðslustöð við bílastæði í bílakjallara
-Fjöldi bílastæða á lóð


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
bjorn@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. nóv. 2018
37.650.000 kr.
43.000.000 kr.
135.8 m²
316.642 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone