Lýsing
Stutt í bæði leikskóla, skóla og golfvelli ásamt fallegu útvistarsvæði.
Fordæmi er fyrir dýrahaldi í húsinu.
Hægt er að bóka einkaskoðun.
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands er 56,9 fm og þar af er geymslan 6,3 fm.
Fasteignamat 2026 er 59.350.000 mkr.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús í alrými með stofu/borðstofu, svefnherbergi, rúmgóðar suðvestur svalir og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél.
Nánari lýsing :
Forstofa er opin er við alrýmið með fataskáp.
Eldhús er með rúmgóðri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Span hellborð og góð vinnulýsing á milli skápa.
Stofa er í alrými með eldhúsinu, fallegt síldarbeinisparket frá Birgisson er á gólfi og útgengt á rúmgóðar suðvestur svalir.
Svefnherbergi er mjög rúmgott með góðu skápaplássi.
Baðherbergi er með WI-sturtu, fallegri innréttingu og speglaskápur, vegg hengt salerni og tengi fyrir þvottavél. Flísalagt gólf og hluti veggja,
Geymsla er í sameign.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
Lagt síldarbeinsparket frá Birgisson.
Raflagnaefni skipt út fyrir svart, matt raflagnaefni frá Reykjafell
Lýsingu skipt út fyrir svartar kastarabrautir og kastara frá Rafkaup og svört loftljós frá Rafkaup
Gardínur fylgja með í kaupunum ásamt sjónvarps skenk og nýrri innréttingu fyrir þvottavélina.
Húsin eru vel staðsett steinsnar við Urriðaholtsskóla, sem er grunn- og leikskóli hverfisins. Einn besti golfvöllur landsins (Oddur) er í göngufæri og sömuleiðis útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarhrauni og við Urriðavatn.
Húsið er steinsteypt (efsta hæð CLT einingar) og útveggir einangraðir að utan, klæddir með báru-álklæðningum eða sléttum-álklæðningum sem tryggir lágmarks viðhald húsanna. Gluggar eru ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri. Innveggir aðrir en steyptir eru úr hleðslusteini.
Íbúðin er vel staðsett í þessu vinsæla nýja hverfi í Garðabæ og stutt í skóla, leikskóla, verslun, golfvelli og náttúruparadísina allt í kring.
Nánari upplýsingar veitir: Inga Reynis löggiltur fasteignasali í síma 820-1903 eða á inga@gimli.is eða gimli@gimli.is
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.
Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni.
Gimli gerir betur...