Lýsing
Hólmar Björn Sigþórsson löggildur fasteignasala og Helgafell fasteignasala og kynna í einkasölu Suðurhóla 14, íbúð 201, 111 Reykjavík:
Um er að ræða fallega og vel skipulagða 3 herbergja endaíbúð á 2 hæð með sérinngangi af svölum í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Birt stærð eignar er 91 fm. þ.a. er íbúðarhluti 84.7 fm. og geymsla 6.3 fm. Góð staðsetning í þessu vinsæla hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla, sundlaug, verslanir og náttúruparadísina Elliðaárdal. Gæludýr leyfileg.
SMELLIÐ HÉR TI AÐ FÁ SENT SÖLUFYRILIT STRAX.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu / borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi / þvottahús, gangur og geymslu með sérinngang sem úti við hlið aðalinngangs í íbúðina. Á jarðhæð er sameiginleg hjóla og vagnageymsla, þaðan er útgengi út í sameiginlegan garð á baklóð.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með fatahengi, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð með útgengi út á góðar 11,3 fm. suðursvalir, parket á gólfi.
Eldhús: Góð hvít innrétting (ný að hluta) með svartri borðplötu, nýlegur vaskur og blöndunartæki, eldavél og nýlegur háfur, flísar milli skápa, borðkrókur, paket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum innfeldum fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott herbergi með góðum innfelldum fataskáp, parket á gólfi.
Gangur: Nýr innbyggður skápur, parket á gólfi.
Baðherbergi / þvottaherbergi: Rúmgott, góðri nýlegri hvítri innréttingu og vask, speglaskápur, hillur og skápur, baðkar með sturtu, þvottaaðstaða með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: Góð 6,3 fm. upphituð geymsla með sérinngang er við aðalinngangs íbúðarinnar. Mögulegt er að gera hurð úr geymslu inn í íbúð.
Sameign: Sameiginlegri vagna- og hjólageymslu á jarðhæð með útgengi út á baklóð. Sameiginleg geymsla.
Húsið: Húsið er þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús sem byggt er 1980. Í húsinu eru 12 íbúðir.
Lóð: Sameiginleg leigulóð Suðurhóla 14, 16 og 18. 36 bílastæði eru í sameign allra. Samkvæmt þinglýstri skiptayfirlýsingu fylgir bílskúrsréttur íbúðinni.
Að sögn eiganda er búið að endurnýja eignina eftirfarandi að innan:
* Nýjar innihurðir.
* Nýr innfelldur skápur í gang.
* Ný baðherbergisinnrétting og vaskur.
* Ný innrétting að hluta í eldhúsi. Nýlegur vaskur og blöndunartæki.
Íbúðin er mjög vel staðsett í Hólahverfinu, stutt er í leik-, grunn- og framhaldsskóla, íþróttamiðstöð og sundlaug og verslanir. Örstutt í náttúruperluna Elliðaárdal og ýmsar sekmmtilegar gönguleiðir.
Nánari upplýsingar og sýningu á eigninni annast Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 893-3276 eða með tölvupósti: holmar@helgafellfasteignasala.is.
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.