Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Helgi Steinar Halldórsson
Vista
svg

163

svg

143  Skoðendur

svg

Skráð  14. okt. 2025

fjölbýlishús

Tryggvabraut 24

600 Akureyri

38.800.000 kr.

750.484 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2511742

Fasteignamat

31.500.000 kr.

Brunabótamat

23.950.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1973
svg
51,7 m²
svg
2 herb.
svg
1 svefnh.
svg
Lyfta

Lýsing

Kasa fasteignir 461-2010.

Tryggvabraut 24 íbúð 207. Nýleg 51,7 fm 2 herbergja orlofsíbúð í austur enda í lyftuhúsi laus til afhendingar við kaupsamning. Við húsið er sameiginleg verönd, heitir pottar og grill aðstaða. Í sameign er sér upphituð skíðageymsla. Tilvalin orlofsíbúð fyrir fyrirtæki, starfsmannafélög eða einstaklinga. Íbúðin er í skammtímaleigu og fylgja allar bókanir með við sölu. Húsið var endurnýjað á árunum 2020/2021 og voru gerðar 20 orlofsíbúðir í því. Íbúðin er með starfsleyfi.

Íbúðin skiptist í forstofu, stofu og eldhús í sama rými, baðherbergi og eitt svefnherbergi

Forstofa: Er með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Eldhús: Falleg dökk innrétting með góðu bekkjarplássi. Í innréttingu er ísskápur, bakaraofn, uppþvottavél, helluborð og háfur.
Stofa: Er í opnu rými með parketi á gólfi. Bjart rými með stórum gluggum.
Svefnherbergi: Parket á gólfum. Rennihurð er inn í herbergið.
Baðherbergi: Er flísalagt með sturtu með glervegg, upphengdu salerni, handklæðaofni og fallegri innréttingu.

- Öll húsgögn fylgja með við sölu.
- Afhending getur verið strax við kaupsamning.
- Sér bílastæði er fyrir hverja íbúð.
- Húsgögn fylgja með íbúðinni. 
- Ef að aðilar hyggjast ekki nýta íbúðina í virðisaukaskattskylda starfsemi þarf að greiða upp VSK kvöð.
- Hússjóður er um 25 þús á mánuði, innifalið í því er hiti, rafmagn og öryggiskerfi.
- Húsið var allt tekið í gegn og standsett 2020/2021
- Í húsinu eru 20 orlofsíbúðir í eigu ýmissa félaga og fyrirtækja ásamt verslunarrými á jarðhæð.

Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða kasa@kasafasteignir.is

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

img
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Kasa fasteignir
Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone
img

Sigurpáll Árni Aðalsteinsson

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
7. okt. 2021
20.800.000 kr.
24.900.000 kr.
51.7 m²
481.625 kr.
8. jún. 2021
9.630.000 kr.
195.000.000 kr.
426.3 m²
457.424 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone

Sigurpáll Árni Aðalsteinsson

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri