Upplýsingar
Byggt 1961
107,8 m²
4 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Lyfta
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Rúmgóð og björt 4ra herbergja í íbúð á 6. hæð með glæsilegu útsýni og yfirbyggðum suður svölum.Íbúðin er skráð 107,8 fm og skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús/geymslu innan íbúðar. Þar að auki er lítil geymsla í kjallara.
Sameign hússins er afar snyrtileg og er húsvörður starfandi í húsinu. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi sem og hjóla- og vagnageymsla. Næg bílastæði eru á lóðinni og er búið að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 78.950.000 kr.
**Smelltu hér til að sækja söluyfirlit**
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með gluggum á tvo vegu og glæsilegu útsýni. Útgengi á góðar yfirbyggðar suður svalir. Viðarparket á gólfi.
Borðstofa: Rúmgóð með stórum glugga og flottu útsýni. Möguleiki á að breyta í þriðja svefnherbergið. Viðarparket á gólfi.
Eldhús: Með borðkrók, ljósri innréttingu, ofn í vinnuhæð og flísum á gólfi.
Baðherbergi: Með sturtuklefa og opnanlegum glugga. Flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi I: Rúmgott með stórum fataskáp og viðarparketi á gólfi.
Svefnherbergi II: Með fataskáp og viðarparketi á gólfi.
Þvottahús/geymsla: Tengi fyrir þvottavél og þurrkara og gott geymslupláss. Auk þess er gott þvottahús og þurrkherbergi í kjallara sem og lítil geymsla.
Húsið hefur fengið reglulegt og gott viðhald í gegnum árin.
Helstu endurbætur sem hefur verið farið í síðustu ár:
2017 - Gluggar endurnýjaðir.
2022 - Skólp og dren lagfært.
2024 - Ný lyfta.
2024 - Bílastæði endurbætt.
2025 - Anddyri lagfært.
Frábær staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir, skóla, leikskóla, bókasafn, útivistarsvæði í Laugardalnum o.fl
Nánari upplýsingar veitir:
Oddný María Kristinsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 777-3711 eða á oddny@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook