Lýsing
Kumlamýri 15 er 203 fm. að stærð, þar af er innbyggður bílskúrinn 23,5 fm og íbúðarhúsið sjálft 179,5 fm. skv. fasteignaskrá HMS.
Húsið afhendist fullbúið á byggingarstigi B4, þ.e.a.s. án gólfefna í herbergjum og aðalrými en baðherbergi, þvottahús og anddyri eru flísalögð.
Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum, einangrað og klætt að utan, lóð fullbúin og vandaðir timburpallar komnir upp.
Nánari lýsing;
Á neðri hæð (125,9 fm) er rúmgóð forstofa með góðum fataskápum.
Þvottahús er flísalagt með innréttingum og opnanlegum glugga auk loftræstingar.
Baðherbergi er með sturtu, upphengdu salerni, innréttingu, handklæðaofni og lotræstingu.
Eldhúsið er vel búið innréttingu með góðu geymslu- og vinnurými, steinplötum á bekkjum og vönduðum eldhústækjum frá Siemens, þar er um að ræða Span helluborð með innfelldum háf, fjölkerfa bakaraofn og örbylgjuofn, innbyggða uppþvottavél og ísskáp. Stór og vegleg eyja með góðri aðstöðu til að sitja við.
Stofurnar eru 2-3, þ.e.a.s. borðstofa í framhaldi af elshúsi með gólfsíðum gluggum og hurð út á suður verönd, setustofa með uppteknum loftum og gluggum til suðurs og s-vesturs og hurð út á timburverönd. Þriðja stofan hentar vel sem sjónvarpsstofa eða auka herbergi en þannig fást 4 rúmgóð svefnherbergi í húsinu.
Glæsilegur steinsteyptur stigi milli hæða og glerhandrið setja svip á alrýmið.
Á efri hæðinni (77,1 fm, gólfflötur stærri) eru lítið hol fyrir framan herbergin, 3 svefnherbergi og baðherbergi.
Hjónaherbergi er sambyggt með fataherbergi með skápum og opnanlegum glugga og öndunarventli, baðherbergi er rúmgott með sturtu með sturtugleri, upphengdu salerni, innréttingu og handklæðaofni. Frá rúmgóðu herberginu er gengið út á suður svalir með frábæru útsýni.
Barnaherbergin eru bæði mjög rúmgóð (tæplega 14 fm. hvort) með fataskápum.
Baðherbergi er rúmgott, sturta með glervegg, upphengt salerni, handklæðaofn, innrétting, opnanlegur gluggi loftræsting.
BBílskúr/geymsla: Innangengt frá forstofu, gólf er vélstlípað. Bílskúrshurð með rafdryfnum hurðopnara. Húsið er sérlega vandað bæði í hönnun og efnisvali. Sérsmíðaðaríslenskar innréttingar. Gólfhiti í öllum rýmum, stýrt með Danfoss hitakerfi. Lóð og hönnun hússins snýr sérlega vel gagnvart sól og birtu, verandir út frá stofum bæði í suð-austur og norðvestur auk svala út frá hjónasvítu til suðurs. Lagnakerfi gerir ráð fyrir bæði heitum og köldpum potti á verönd. Sorptunnuskýli forsteypt með hurðum. Bílaplan er hellulagt með snjóbræðslulögn.
Frágangur og efnisval; Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum, einangrað að untanverðu og klætt sléttri álklæðingu, gluggar eru álklæddir/timburgluggar frá Rationel (Húsasmiðjan). Þak er fulleinangrað og bárujárnsklætt. Lóðin er fullfrágengin, þökulögð með viðarklæddum veröndum, hellulögð bílaplön og aðkoma hússins er með snjóbræðslu. Sorptunnuskýli (forsteypt) rúma 3 tunnur. Húsið er upphitað með gólfhitakerfið er með hitastýrðum lokum og nýjustu tegund Danfoss hitastýrikerfis. Innveggir fyrir utan steypta veggi eru hefðbundnir gipsplötuveggir. Veggir og loft innan húsa eru spartlaðir og fullmálaðir. Hluti lofta (þar sem mikil lofthæð er, er með hljóðvistar loftadúk. Innréttingar í eldhúsi og baðherbergjum ásamt fataskápum eru íslensk framleiðsla.
Gólfefni, húsið er án gólfefna fyrir utan gólf á baðherbergjum, anddyri og þvottahúsi sem eru flísalögð. Eldhústækin eru vönduð tæki frá Siemens, spanhelluborði, blástursofni, örbylgjuofni, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Háfur eru innbyggður í helluborði í eyju.
Byggingaraðili: Fimir ehf., með áratuga reynslu í byggingu íslenskra húsa, arkitekt: Rúnar Gunnarsson FAÍ, raflagna- og lýsingarhönnun LX teiknistofa ehf. - Helgi Eiríksson, burðarvirki og lagnir Magnús Gylfason verkfræðingur hjá Tæknivangur ehf.
Kumlamýri er í nýju skemmtilegu hverfi á Álftanesi þar hönnun gefur gott rými í kringum húsin sjálf og götunni er skipt upp í botnlanga með fjórum parhúsum sem hvert um sig hefur góða lóð og töluvert rými er umhverfis lóðirnar sjálfar, í miðjunni er skemmtilegt íverusvæði.
Deiliskupulag miðar að því að svæðið og hönnun húsa sem þar standa viðhaldi því búsetulandslagi sem einkennt hefur Álftanes, óreglulegar þyrpingar sem umlykja sameiginleg aðkomusvæði eru einkennandi fyrir það. Hverfið liggur nálægt/þétt grónu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem skóla, leikskóla, sundlaug, íþróttamiðstöð og golfvöll. Þá er fallegt útivistarsvæði allt um kring og mikið útsýni og víðsýni til allra átta.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.