Lýsing
Rúmgott og fjölskylduvænt 6 herbergja endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr þar sem möguleiki er á útleigueiningu á eftirsóttum stað í Holtaskólahverfi í Reykjanesbæ. **5 svefnherbergi (þar af 1 í bílskúr) **3 baðherbergi (þar af 1 í bílskúr) **Endurnýjað eldhús og 2 baðherbergi **Afgirt verönd með heitum potti og garður í suður **Suðursvalir út frá hjónaherbergi **Möguleg útleigueining í bílskúr en búið er að gera herbergi í enda bílskúrs og lítið baðherbergi.
Eignin er skráð 179,9 fm skv HMS sem skiptist í íbúð 131,5 fm og bílskúr 48,4. Gólfefni eignar eru parket og vandaðar flísar.
Nánari lýsing eignar:
Neðri hæð:
Forstofa með fatahengi, flísar á gólfi.
Gestasalerni (endurnýjað 2023) er innaf forstofu með flísum/steini á gólfi og veggjum, upphengdu salerni og handklæðaofni.
Geymsla er innaf forstofu með hillum, dúkur á gólfi.
Hol fyrir framan forstofu og þaðan er gengið inn í eldhús, stofu og upp stiga á efri hæð, parket á gólfi.
Stofa/borðstofa er rúmgóð og björt með útgengt á afgirta timburverönd með heitum potti og þaðan út í garð.
Eldhús var endurnýjað árið 2023 með bakaraofn í vinnuhæð, span helluborð, tengi fyrir uppþvottavél og borðkrók. Fallegar og vandaðar flísar á gólfi.
Þvottahús er innaf eldhúsi, endurnýjað 2023 með góðri innréttingu með vaski, flísar á milli efri og neðri skápa og innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Fallegar og vandaðar flísar á gólfi. Útgengt í innkeyrslu.
Efri hæð:
Hol með parket á gólfi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með fataskápum, útgengt á suðursvalir. Parket á gólfi.
Þrjú barnaherbergi með fataskáp í tveimur þeirra og parket á gólfi.
Baðherbergi (endurnýjað 2023) er flísalagt með walk in sturtu, upphengt salerni og handklæðaofn.
Bílskúr (48,4 fm) er með rafmagni, vatni og hita. Búið er að útbúa herbergi í öðrum enda bílskúrs ásamt litlu baðherbergi með upphengdi salerni og sturtuklefa - möguleiki á útleigueiningu.
Stæði fyrir 3 bíla fyrir framan húsið.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan síðustu 2-3 árin:
**Eldhús ásamt tækjum, rafmagni og vatnslögnum í eldhúsi.
**Baðherbergi efri og neðri hæðar ásamt rafmagni þar.
**Þvottahús, innréttingar og gólfefni.
**Gólfefni neðri hæðar og á baðherbergi efri hæðar
Öflugt og vel rekið húsfélag er í raðhúsalengjunni, stendur til að taka burtu blómaker við bílastæði, leggja hitalagnir í stæði og helluleggja og verður það greitt af húsfélagi.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat