Lýsing
Um er að ræða stóra og fjölskylduvæna sérhæð með sérinngangi og góðu geymslupulássi.
Eignin er skráð 162,3 fm. skv. fasteignskrá HMS, þar af er bílskúrinn 27,5 fm. og íbúðin sjálf 134,8 fm. Auk þess er töluvert óskráð geymslurými í framhaldi af bílskúrnum sem nýtist vel auk sér geymslu undir stiga og sameiginlegrar geymslu.
Nánari lýsing; Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp.
Opið hol tengir saman rúmgóðar stofur, eldhús og svefnherbergisálmu. Holið er bjart með glugga og býður upp á ýmsa notkun svo sem sem sjónvarpshol.
Stofurnar eru rúmgóðar með stórum gluggum bæði til norðurs með frábæru útsýni yfir borgina og til suðurs, en þaðan er gengið út á skjólgóðar suðursvalir. Setustofa er innsta rýmið, þá er góð borðstofa sem liggur næst eldhúsinu með góðri tengingu við það.
Eldhúsið er bjart, með tveimur góðum gluggum mót norðri og eldri innréttingu, borðkrók og þvottahúsi/búri. Möguleiki er að opna eldhúsið meira tengja alrýminu.
Þvottahús er flísalagt með glugga. Nett gestasnyrting með salerni og handlaug er næst þvottahúsi/forstofu.
Gengið er niður nokkur þrep niður í svefnherbergisálmun sem er með 4 herbergi og baðherbergi, frá enda gangsins er nýleg hurð út á verönd í garðinum sem snýr í suður.
Hjónaherbergi er innst á ganginum, gott með fataskápum.
Barnaherbergin eru 3, öll með fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt með eldri innréttingu, baðkari og sér sturtuklefa, gluggi er opnanlegur.
Þetta er einstaklega fjölskylduvæn íbúð með alla eiginleika sérbýlis, vel um gengin þó innréttingar séu flestar upprunalegar.
Húsið hefur ávallt fengið gott viðhald, þar eru aðeins tvær íbúðareiningar og góð aðkoma með góðu geymslurými fyrir báðar eignirnar.
Bílskúrinn er skráður 27,5 fm. en auk þess er mikið rými inn af honum vel manngengt sem ekki er inni í birtri stærð, það getur nýst sem geymslurými eða vinnuaðstaða.
Undir stigauppgöngunni er geymsla sem ekki er inni í fm. tölu, þá er sameiginleg geymsla fyrir báðar íbúðirnar hægra megin við bílskúrana, hún er hentug fyrir reiðhjól, dekk ofl.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Viðhald undanfarinna ára byggt á upplýsingum frá seljanda;
2018 skipt um flest gler og gluggar lagaðir.
2019 Múrverk lagað og sprungur og seinni hluti þaks lagaður
2020 húsið málað
2021 tröppur lagaðar
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.