Lýsing
Miklaborg kynnir: Mjög fallega, bjarta og rúmgóða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í glæsilegu og viðhaldsléttu litlu fjölbýli á Völlunum í Hafnarfirði. Eignin er einstaklega vel skipulögð og á vinsælum stað í rólegu hverfi. Dæmi eru um að hundar séu leyfðir í stigagangnum.
Forstofa með skáp og hol sem tengir saman rýmin. Stofan er rúmgóð og björt með útgengi á suðursvalir.
Eldhúsið er fallegt og opið inn í stofuna með vandaðri innréttingu og keramikhelluborði
Innaf eldhúsi er þvottaherbergi með góðu vinnuplássi
Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð og með fataskápum
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með vandaðri innréttingu, sturtuklefi og baðkar
Flísalögð geymsla er innaf holi
Parket er á gólfum og gólfhiti í öllum rýmum með hitastýringu fyrir hvert rými
Húsið er klætt að utan og viðhaldslétt. Sameignin er snyrtileg og garðurinn vel hirtur
Góð eign sem býður upp á þægilegt og bjart heimili í frábæru umhverfi þaðan sem stutt er í verslanir og ýmis konar þjónustus s.s. íþróttastarf Hauka og fleira mætti telja til.
Íbúðin getur verið laus tiltölulega fljótt.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is