Opið hús að Rauðalæk 45, íbúð 101, 105 Reykjavík mánudaginn 27. október 2025 á milli kl. 17:00 og 17:30.
Lýsing
Falleg og mikið endurnýjuð 4ra herbergja hæð á 1. hæð í vel viðhöldnu húsi með sérinngangi og bílskúr, með stúdíóíbúð í. Eignin er vel staðsett í eftirsóttu hverfi miðsvæðis í Reykjavík í göngufæri við alla helstu þjónustu, leikskóla, grunnskóla, líkamsræktarstöð og sundlaug svo eitthvað sé nefnt ásamt því að Laugardalurinn, ein helsta útivistarperla Reykjavíkur, er í göngufjarlægð.
**Eldhús endurnýjað. **Baðherbergi endurnýjað. **Gluggar endurnýjaðir. **Búið er að múrviðgera og mála húsið.
Eignin er skráð 133,7 fm samkvæmt HMS og þar af er bílskúrinn 31,8 fm.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með fatahengi og flísum á gólfi, búið er að opna úr forstofu inn í holið.
Hol/gangur með parket á gólfi.
Stofa er björt og falleg með gluggum á tvo vegu og útgengt á suðursvalir, borðstofa innaf stofu sem er í dag notuð sem svefnherbergi. Parket á gólfi.
Eldhús er rúmgott og var endurnýjað árið 2019 með vandaðri innréttingu og tækjum frá Eirvík, bakaraofn í vinnuhæð, gaseldavél og háfur fyrir ofan, tengi fyrir uppþvottavél og parket á gólfi.
Svefnherbergi eru þrjú miðað við skipulag í dag en eitt þeirra er borðstofa skv. teikningum, það herbergi er aðgengilegt frá stofu og er með rúmgóðum fataskápum sem nær frá gólfi upp í loft.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, baðkari og opnanlegum glugga. Endurnýjað 2019.
Bílskúr er innréttaður sem stúdíó íbúð, útleigumöguleikar. Ljósleiðari tengdur út í bílskúr. Köld geymsla í hluta bílskúrs en ofnalagnir til staðar. Eitt bílastæði fylgir eigninni.
Þvotta- og þurrkherbergi er í sameign. Sameiginlegur garður.
Eignin hefur fengið mikið og gott viðhald í gegnum árin:
-Skólp endurnýjað að mestu árið 2005 ásamt dreni.
-Rafmagnstafla í sameign endurnýjuð og búið að draga í nýtt rafmagn að hluta til í íbúð.
-Allt eldhús endurnýjað með vandaðri innréttingu og tækjum frá Eirvík, rafmagn í eldhúsi einnig endurnýjað í sértöflu 2019.
-Baðherbergi endurnýjað 2019, flísalagt, baðkar, vaskur og salerni.
-Parket endurnýjað 2019.
-Járn á þaki endurnýjað 2006 ásamt þakkanti, var svo yfirfarið 2020.
-Allir gluggar og svalahurð endurnýjað 2020.
-Þakpappi og kantur á bílskúr endurnýjaður 2023.
-Stammi á milli allra hæða fóðraður 2024.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat