Lýsing
Miklaborg kynnir: Rúmgóð og björt 3ja herbergja íbúð með bílskúr og aukaíbúð á. þessum barnvæna og eftirsótta stað í Grafarvogi.
Eignin er samtals 159,7fm. þar af er bílskúr 26,4fm. geymsla sem innréttuuð hefur verið sem íbúð í 37,7fm. og geymsla íbúðar 9,3fm.
Aðal íbúðarrýmið er því þriggja herbergja tæplega 90 fm á tveimur hæðum.
Nánari lýsing
Neðri hæð:
Eldhús með snyrtilegri viðarinnréttingu og hvítri borðplötu, tengi fyrir uppþvottavél, flisar á milli efri og neðri skápa.
Stofan er björt með stórum gluggum. Útgengt er út á stórar svalir en þaðan er mikið og gott útsýni.
Baðherbergi með hvítri innréttingu, speglaskáp, sturtuklefa og handklæðaofn, flísalagt í hólf og gólf ásamt tengi fyrir þvottavél og þurrkara
Efri hæð:
Á efri hæð er opið rými sem nýtist sem stofa, þaðan er síðan gengið inn í bæði svefnherbergin.
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi og þakglugga.
Rúmgott barnaherbergi með þakglugga.
Bílskúr: Með gönguhurð í gegnum bílskúrshurð, vaski, ofni og flísum á gólfi.
Báðar geymslurnar eru á jarðhæð.
Stærri geymslan hefur verið innréttuð sem íbúð með sérinngangi, eldhúsinnréttingu og baðherbergi með sturtuklefa, innréttingu og tengi fyrir þvottavél.
Að auki er í sameign sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Eign sem býður upp á góða útleigu möguleika.
Allar fekari upplýsingar Árni Gunnar Haraldsson lgf. arnig@miklaborg.is 8614161