Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vera Sigurðardóttir
Vista
svg

21

svg

18  Skoðendur

svg

Skráð  23. okt. 2025

fjölbýlishús

Beykiskógar 19

300 Akranes

60.500.000 kr.

779.639 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2519898

Fasteignamat

47.900.000 kr.

Brunabótamat

50.000.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2023
svg
77,6 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta

Lýsing

Lýsing eignar:
Domusnova Borgarnesi auglýsir til sölu íbúð 203, Beykiskógar 19, 300 Akranes. Björt og falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fallegri og vandaðri nýbyggingu með lyftu í rólegu hverfi á Akranesi. 

ÁÆTLUÐ AFHENDING Í OKTÓBER
** Bókið skoðun **
Erla Dís Guðmundsdóttir, sími 698-7088 / netfang erladis@domusnova.is 
Sjöfn Hilmarsdóttir, sími 691-4591 / netfang sjofn@domusnova.is

Beykiskógar 19 er vandað steinsteypt fjölbýli, einangrað að utan, klætt með málmklæðningu. Þak er uppstólað timburþak, klætt bárustáli. Húsið er á fjórum hæðum með 11 íbúðum, 2ja og 3ja herbergja. Á fyrstu hæð eru tvær íbúðir ásamt hjóla- og vagngeymsla og sérgeymslum íbúða, þrjár íbúðir eru á hverri hæð á 2.-4.hæð. Lyfta er í húsinu. Innan lóðar eru 16 bílastæði og eru þrjú bílastæði við götu. 
Aðalhönnuður: KJ hönnun ehf.

Íbúð 203 er 77,6 fm., þar af sérgeymsla 2,1 fm. Innan eignar er forstofa, stofa og eldhús sem mynda alrými þaðan sem útgengt er út á svalir, tvö svefnherbergi, baðherbergi þar sem einnig er þvottarými og geymsla. Eigninni fylgir sérgeymsla í sameign á 1. hæð. Íbúðin skilast fullbúin án gólfefna utan baðherbergis þar sem eru flísar á gólfi.
* 3ja herbergja íbúð á 2. hæð
* Stærð íbúðar - 75,5 fm.
* Sérgeymsla - 2,1 fm. 
* 5 fm. svalir í suðvestur
* Sameiginleg hjóla-og vagnageymsla


Nánari lýsing:
Inngangur: Sameiginlegur inngangur. Póstkassar staðsettir anddyri. Dyrasími. Flísar á gólfi í anddyri, stigagangur teppalagður. Lyfta í húsi.
Forstofa: Flísar á gólfi. Fataskápur og opið fatahengi.
Eldhús: Vönduð ljós innrétting með eyju, hæglokandi lamir á skúffum og skáphurðum. Raftæki frá electrolux, veggofn, helluborð, innbyggð uppþvottavél og innbyggður kæliskápur með frysti. 
Stofa: Myndar alrými ásamt eldhúsi. Útgegnt út á svalir.
Svefnherbergi I: Fataskápur.
Svefnherbergi II: Fataskápur.
Geymsla: 2,1 fm. geymsla er innan íbúðar.
Baðherbergi: Ljós innrétting, borðplata með marmaraáferð og hvítri handlaug. Upphengt salerni með hæglokandi setu, WALK IN sturta með sturtuhengi og handklæðaofn. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Veggflísar og flísar á gólfi. Gluggi með opnanlegu fagi.
Svalir: 5. fm. svalir. 
Geymsla: Sérgeymsla eignar er í kjallara, stærð 2,1 fm. stúkuð af með möskaveggjum. Gólf flotað. Rafmagnstengill er innan geymslu. 

Sameign: Á 1. hæð er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt sérgeymslum íbúða. Rafmagnstöflur og rafmagnsmælar íbúða er staðsett í sameigninni.
Lóð/bílastæði: Lóðin er 940,3 fm. Aðkoma og að bílastæðum beggja vegna við húsið eru hellulögð stétt með snjóbræðslu. Með húsinu fylgja 19 malbikuð stæði. Sorpgerði fyrir tunnur er á lóð. Að öðru leyti verður lóðin þökulögð eða með náttúrulegum móa. Tengibúnaður (ídráttarrör) vegna hleðslu rafbíla er aðgengilegt við bílastæði (að fimm stæðum næst tengibrunni við hús). Lóðin verður afhent fullbúin í lok byggingartímans.

Annað: 
*Ljósleiðari er tengdur inn í húsið og endar í tengikassa hverrar íbúðar. Netdreifikerfi er í íbúðinni. Ljósbreytir við tengikassa kemur frá símafélagi íbúans.
*Forhitari er á heitu neysluvatni
* Hægt er að loka fyrir bæði vatn og hita innan hverrar íbúðar.
* Íbúðin skilast með ljósi í eldhúsi og inná baði, í öðrum rýmum verður ljósapera.

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Sjöfn Hilmarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.691 4591 / sjofn@domusnova.is
Erla Dís Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s. 698 7088 / erladis@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
  • Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone