OPIÐ HÚS AÐ EYRARHOLTI 14, 220 HAFNARFIRÐI, MIÐVIKUDAGINN 29. OKTÓBER FRÁ KL. 17:15-17:45. ÍBÚÐ 01-02. ALLIR VELKOMNIR!
Lýsing
Um er að ræða fallega og mikið endurnýjaða 96 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð við Eyrarholt 14 í Hafnarfirði. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð m.a eldhúsinnrétting, baðherbergi að mestu, parket á íbúðinni og húsið var málað og múrviðgert á árunum 2017 - 2019. Fjölskylduvæn staðsetning þar sem stutt er í skóla, leikskóla, matvöruverslun og aðra þjónustu.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu / gang með parketi á gólfi. Stofa / borðstofa eru samliggjandi og parketlagðar með útgengi á svalir með fallegu útsýni. Í holi eignarinnar er sjónvarpsaðstaða. Eldhúsið er með hvítri innréttingu, keramikhelluborði og bakarofn. Tengi er fyrir uppþvottavél og stór gluggi. Innaf eldhúsinu er þvottahús með glugga og flísum á gólfi. Svefnherbergin eru tvö, bæði með parketi á gólfi og annað með góðum fataskápum og útgengi á rúmlega 30 fm. sólpall sem snýr til suðurs. Baðherbergið er glæsilegt með fallegri innréttingu, baðkari með sturtuaðstöðu og glerskilrúmi. Flísar eru á gólfi og veggjum, salerni er upphengt og handklæðaofn er á baðherberginu. Geymsla innan íbúðar er rúmgóð. Íbúðinni fylgir sérbílastæði á bílaplani og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á hæðinni.
Örstutt er á leikvöll, leikskóla, grunnskóla, matvöruverslun og aðra þjónustu. Mjög góð eign á rólegum stað með fallegu útsýni.
Framkvæmdir að innan og utan seinustu ár:
2016: Parket á íbúðinni var lagt, innihurðir, fataskápur í stærra svefnherbergi og forstofu. Einnig var eldhúsinnrétting endurnýjuð, salerni, vaskur og blöndunartæki á baðherbergi. 2018: Skipt um glugga í stærra svefnherginu og rúðu í svalahurð í herbergi ásamt rúðu í eldhúsi. 2020: Baðherbergið endurnýjað, allt nema klósettið og gólfflísar sem hafði verið endurnýjað 2016. 2017 - 2019 (húsfélag): Gert var við þak, þakrennur, múr, svalir og húsið allt málað.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat