Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1921
127,5 m²
6 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Háborg kynnir íbúð 201. Heillandi og bjarta fimm herbergja hæð á þessum vinsæla stað í Þingholtunum. Tvö svefnherbergi og þrennar stofur innan íbúðar og gott 13 fm herbergi á jarðhæð með aðgangi að baði. Sólríkar sameiginlegar þaksvalir á 4. hæð. Rúmgott baðherbergi með opnanlegum glugga. Góð 5,5 fm geymsla á 4.hæð undir súð og með mörgum súðarfermetrum. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@haborg.is
Nánari upplýsingar:
Baldursgata 30 skiptist í tvö hús og er íbúðin í eldri hlutanum (matshluta 1) sem var byggður árið 1921. Aðeins þrjár íbúðir deila inngangi og nær eignin yfir alla aðra hæðina. Þaksvalir á fjórðu hæð eru í sameign með íbúðunum tveimur á þriðju hæð.
Gengið er upp eina hæð og komið í bjarta forstofu. Á hægri hönd er aðal svefnherbergi íbúðarinnar. Inn af því er annað svefnherbergi sem einnig er hægt að ganga inn í frá stigapalli eins og nú er gert en eignin nær yfir alla hæðina. Beint af augum er glæsilegt rúmgott baðherbergi með opnanlegum glugga, sturtu og baðkeri og þvottaaðstöðu. Fallegar svartar og hvítar flísar eru á forstofu og baðherbergi, en parket á öðrum rýmum. Innréttingar og litaval hæfa húsinu einstaklega vel. Á vinstri hönd frá forstofu er eldhúsið sem tengist þremur björtum samliggjandi stofum sem liggja í hring, en vel væri hægt að nýta stofurnar sem svefnherbergi.
Bjart 13 fm herbergi á jarðhæð, með aukinni lofthæð, tilheyrir íbúðinni. Það hefur aðgang að nettu baðherbergi með opnanlegum glugga og sturtu. Baðherbergið er í sameign með annarri íbúð.
Á undanförnum árum hafa töluverðar endurbætur farið fram á húsinu. Helst ber að nefna að gluggar og gler íbúðarinnar voru endurnýjaðir árið 2017, skipt var um fög og sett tvöfalt gler í samráði við Minjastofnun (ekki var talin ástæða til að skipta um pósta og karma). Gluggar voru síðast málaðir sumarið 2025. Árið 2020 var gert við þak og steinsteyptan þakkant hússins, sperrur hreinsaðar og rennur og niðurfallsrör endurnýjuð með eldra útliti í samráði við Minjastofnun.
Sérlega smekkleg og heillandi hæð með útleigueiningu á þessum vinsæla stað í hjarta miðborgarinnar.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf. s:773-6000 og thorunn@haborg.is
Nánari upplýsingar:
Baldursgata 30 skiptist í tvö hús og er íbúðin í eldri hlutanum (matshluta 1) sem var byggður árið 1921. Aðeins þrjár íbúðir deila inngangi og nær eignin yfir alla aðra hæðina. Þaksvalir á fjórðu hæð eru í sameign með íbúðunum tveimur á þriðju hæð.
Gengið er upp eina hæð og komið í bjarta forstofu. Á hægri hönd er aðal svefnherbergi íbúðarinnar. Inn af því er annað svefnherbergi sem einnig er hægt að ganga inn í frá stigapalli eins og nú er gert en eignin nær yfir alla hæðina. Beint af augum er glæsilegt rúmgott baðherbergi með opnanlegum glugga, sturtu og baðkeri og þvottaaðstöðu. Fallegar svartar og hvítar flísar eru á forstofu og baðherbergi, en parket á öðrum rýmum. Innréttingar og litaval hæfa húsinu einstaklega vel. Á vinstri hönd frá forstofu er eldhúsið sem tengist þremur björtum samliggjandi stofum sem liggja í hring, en vel væri hægt að nýta stofurnar sem svefnherbergi.
Bjart 13 fm herbergi á jarðhæð, með aukinni lofthæð, tilheyrir íbúðinni. Það hefur aðgang að nettu baðherbergi með opnanlegum glugga og sturtu. Baðherbergið er í sameign með annarri íbúð.
Á undanförnum árum hafa töluverðar endurbætur farið fram á húsinu. Helst ber að nefna að gluggar og gler íbúðarinnar voru endurnýjaðir árið 2017, skipt var um fög og sett tvöfalt gler í samráði við Minjastofnun (ekki var talin ástæða til að skipta um pósta og karma). Gluggar voru síðast málaðir sumarið 2025. Árið 2020 var gert við þak og steinsteyptan þakkant hússins, sperrur hreinsaðar og rennur og niðurfallsrör endurnýjuð með eldra útliti í samráði við Minjastofnun.
Sérlega smekkleg og heillandi hæð með útleigueiningu á þessum vinsæla stað í hjarta miðborgarinnar.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf. s:773-6000 og thorunn@haborg.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
25. jan. 2016
42.450.000 kr.
46.500.000 kr.
127.5 m²
364.706 kr.
4. sep. 2014
33.900.000 kr.
37.000.000 kr.
127.5 m²
290.196 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025