Lýsing
Eignin er skráð 130,4 fm. skv. Fasteignaskrá HMS, þar af er íbúðin sjálf 119,5 fm. og geymsla á jarðhæð 9,8 fm. Auk þess eru yfirbyggðar svalir 9,8 fm. ekki inni í birtri stærð eignarinnar.
Íbúðin er vel skipulögð með 2 góðum herbergjum, fataherbergi, tveimur baðherbergjum, þvottahúsi og alrými með opnu eldhúsi, borðstofu og setustofu.
Nánari lýsing; Komið er inn í forstofu með góðum fataskápum.
Gestasnyrting eða auka baðherbergi er flísalagt með góðri sturtuaðstöðu, salerni, handlaug og innréttingu.
Svefnherbergin eru tvö, annað er nú notað sem sjónvarps- og gestaherbergi.
Hjónaherbergið er rúmgott með opnu fataherbergi inn af því, þar eru bæði fatahengi og skápaeiningar.
Baðherbergi næst hjónaherberginu er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með baðkari og upphengdri sturtu, upphengdu salerni, góðri innréttingu og handklæðaofni.
Þvottahús er flísalagt með línskápum og skolvaski, tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Stuttur gangur aðskilur alrýmið frá svefnherbergjum.
Stofurnar eru opnar og bjartar enda snúa gluggar í s-austur mót morgunsólinni.
Eldhús er vel skipulagt með sérsmíðaðri innréttingu frá Brúnás með nægum hirzlum og góðu vinnuplássi, vönduð eldhústæki frá Siemens, eyja með spanhelluborði og aðstöðu fyrir 2-3 til að sitja við snýr mót stofunni.
Stofur liggja saman, góð setustofa og borðstofa sem fellur inn í útskot með gluggum sem tryggir gott birtuflæði og útsýni. Aukin lofthæð er í íbúðinni eða 2,9 metrar (fyrir gólfefni) sem gefur bæði léttleika og góða rýmistilfinningu. Svalirnar sem eru mót s-austri eru yfirbyggðar og nýtast nánast sem auka herbergi enda 9,8 fm. Myndsímakerfi er í húsinu.
Mikið var vandað til við byggingu hússins og efnisval, íbúðin sjálf er einstaklega vel umgengin og í góðu ástandi.
Á jarðhæð sameignar eru geymslur, þar er 9,8 fm. geymsla þessarar íbúðar. Sameiginlegur bílakjallari er afar snyrtilegur og vel hirtur, þar er komið deilikerfi fyrir rafhleðslu, en stöð er ekki komin upp við stæði sem fylgir eigninni(merkt B077). Í bílakjallaranum er sérstakt þvottastæði með öllum nútímabúnaði fyrir bíl þvott svo sem háþrýstidælu og þar til gerðum hreinsiefnum.
Vel er hugsað um húsið og sameiginleg rými enda sameign öll til fyrirmyndar.
Frábær staðsetning með tilliti til verslunar og þjónustu, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.